
Já sko svona lærir maður smám saman. Hvernig líst ykkur á myndina. Ég fer ennþá að hlæja þegar ég hugsa um þetta. Hrefna og Geir sitja á móti hvort öðru hún eins og prinsessa og hann líka voða fínn. Ég hress með nýju vélina mína að reyna að lyfta henni upp og takamynd af brúðinni (svona eins og maður gerir á rokktónleikum) og eina sem ég næ er grái kollurinn á dularfullu konunni. Hélt ég myndi pissa í mig af hlátri. Mamma húðskammaði mig en Obbu sem sat fyrir aftan fannst þetta voða fyndið..eins og mér.
Allavega hér er hún...og ég búin að læra að uploda myndir á bloggið mitt.
Ég ætla að æfa mig meira,... finna eina frá liverpool því ég á enn eftir að kaupa snúru til að millifæra myndirnar mínar. Geri það fjótt og tek myndir.
nei engin skemmtileg frá liverpool í tölvunni þannig að það verður bara að bíða betri tíma.
Jæja og hvað er svo að frétta? Mín búin að fá vinnu í Waterstones bókabúðinni fram að jólum. Fór í mjög skemmtilegt vinnuviðtal og var rosa lukkuleg með þetta allt... nema kannski kaupið en jæja.... sagði þeim hvað ég væri nú hress týpa og svona almennileg við viðskiptavini... soldið gagnslaus en voða næs.. þið vitið. Og fékk vinnuna. Byrja á þriðjudaginn. Maley var líka voða glaður með það, ég held hann hafi stundum smá áhyggjur af að mér leiðist. Hringir öðru hvoru bara svona til að tékka á mér og svona. En ég er alveg í góðum málum bara. Ofsalega afslöppuð... enda ekkert til að hafa áhyggjur af svo sem.. og ekkert til að gera... nema blogga og fara kannski í sturtu öðru hvoru.
Var svo að byrja í leikfimi. Keypti mér kort og fór í yoga í gær. Það var ekki eins og hjá henni Ingibjörgu Stefáns í yoga shala heima á Íslandi..., kom heim eftir tímann og sagði við kæró að ég saknaði yogakennarans míns. Hann skildi það vel... líður líka svoleiðis þegar hann fer á kaffibarinn og borgar 550 krónur fyrir bjórglas... þá saknar hann bresku pöbbanna þar sem bjórinn er á pund og nítíu. Við skiljum hvort annað...þó þetta sé yoga og bjór.
Já svo skellti ég mér til Manchester í gær og fór í viðtal vegna svona skólaleiktúrs... var komin í voða slum hverfi, var greinilega að fara heim til einhvers en ekki á neina skrifstofu.. eða svona þið vitið og var næstum bara snúin við en tók mig á og bankaði. Og þegar ég opnaði tók á móti mér glaðlyndur maður..hann stephen leikstjóri, með gleraugu og kryppu og bauð mér inn og ég sá alveg að það var allt í lagi. Bauð mér vatn að drekka sem ég þó afþakkaði og við spjölluðum um hitt og þetta en ég efast um að ég nenni að fara að leika Lísu í undralandi fyrir breska skólakrakka af því ég þarf líklega að flytja til Manchester nokkra daga vikunnar... og til hvers þá að hafa flutt til Liverpool eiginlega? Til að sofa í Manchester... nei ég efast um að ég geri þetta ef hann biður mig um það. En gaman að fara til Manchester og ég pikkaðu upp bækling um Masterskúrsa þar. Það er svo mikið hægt að læra!!!
Ég ætla að kíkja betur á þetta. Væri ekki vitlaust að læra eitthvað meira. Bara svo erfitt að ákveða hvað. Ég var bæði að kíkja á master í leiklist.. en það er kennt í póllandi.. og svo fór ég allan hringinn og var kominn á það að fara í umhverfisfræði og svona sustainable enviroment... eða European culture and philoshpy. Úr mörgu að velja.
Já ég er sem sagt komin með nýjan síma.. motorola (mér finnst nokia betri) og nr. er 07726168008. Fékk held ég ekki sms frá þér rúna... kannski á maður að sleppa 0 og bara 004477 etc. prófaðu það.
Talaði við Ásdísi áðan.. ég var nefnilega í rúminu að lesa alveg fram undir hádegi í dag og fór svo í ræktina og svo hingað... mjög rólegur dagur í dag eftir æsinginn í gær með manninum með kryppuna... og henni líður vel og Auði litlu líður líka vel og Snorri er líka hress en skilur samt ekki alveg af hverju hann má ekki fara með litlu systur í tivolí og svona leika meira með hana. ...undarlegt þetta líf stundum.
jæja kæró var að hringja og vill fara í ASDA... sem er stór verslun... ég held hann vilji kaupa stórt sjónvarp. Ég held hann sé svona laumugræjukall.... nýjasta er líka að þegar við verslum í matinnn eigum við líka að kaupa eitthvað gott til að geyma til jóla.. mjög góð hugmynd en núna er hann farinn að kaupa bara jóladót...við erum komin með Kampavín, Púrvín, súkkulaði, jólaköku og þurftum að stækka jólaskápinn... en enginn matur.
Ok ég sakna ykkar og elska ykkur. Verð dugleg með myndir svo.
xx
sol