Tuesday, April 24, 2007

dadaraddada

Takk fyrir fallegar sumarkveðjur kæru vinir. Og gleðilegt sumar sömuleiðis. Ég er bara hress grasekkja orðin aftur og þá er ágætt að vera dugleg að vinna. Bítlaborgin alltaf jafn sjarmerandi eða hitt þó... nei æ jú maður má alveg kvarta stundum. Og stundum held ég að flest allir sem eru búa hérna séu bara hálfskrítnir... þið vitið svona Little Britain týpur! Say no more.

Gott að mamma kemur um helgina með strákana Bessa Gaut og Tómas.. segir sagan að hann Bessi Gautur frændi minn sé kominn með troðfulla tösku af peningum!! Alveg að springa af peningum. gott mál það, enda kann hann að segja sögur sá strákur. Alligevel. Og það verður nú skemmtilegt að reyna að sýna þeim góðu hliðarnar á borginni svo hún móðir mín pakki mér ekki niður í ferðatösku og selflytji mig heim. já seisei andskotinn hafi það.
Maley er sem sagt farinn til Cork á Írlandi og er bara að drekka Guinness og horfa á endurnar .. og vinna líka.
Fékk símtal í dag um að ég hefði fengið voiceover vinnu... megabucks... þá verður sko taskan mín líka troðfull af peningum sko!!! þangað til Landsbankinn fær yfirdráttinn sinn til baka sko... en þeir vilja fá mig til London á mánudag.. þegar mamma er í heimsókn....typiskt ekki satt!!

En þetta er nú ekki leiðilegt vandamál svosem... bara gott vandamál og því verður það leyst vel... ja´ja´..

ástarkveðjur til Hrefnu sem fer að fara að koma litlu kríli..nr. 2 í heiminn í vikunni.

over and out.

Tuesday, April 17, 2007

Mr. William how do you do?



Jæja... þau bara hætt saman og Villi farinn á ströndina... það getur bara þýtt eitt!.. I´m back in the game... ég hef nefnilega alltaf verið soldið svag fyrir Villa sko. Þó svo Harry sé meira mín týpa held ég... kannski ég slaufi bara mastersnáminu og verði drottning.. Bretadrottning... Sólveig Bretadrottning... já svei mér ef þetta hljómar ekki bara vel... grillveisla í Buckingham, þú og ég og Villi, Camilla, Elton John og Spice Girls!!!

Ekki spurning.

Sunday, April 15, 2007

bongo

já það er sko bara bongóblíða hérna í bítlaborginni og allir fullir alltaf... búin að vera fyllibyttuhelgi... ekki ég sko heldur öll borgin bara.
Veðreiðahelgin mikla í Aintree og allar konur labba um bæinn með hatta og fjaðrir í þvílíkum kjólum og eru bara berfættar um kl. 5 því hælarnir eru að drepa þær. Ég veðjaði á hest sem heitir slim pickings og hann lenti í 3ja sæti... svo ég vann ekkert.. var samt rosa æst að horfa á keppnina... ég held að ég gæti alveg orðið forfallin gambler... mér finnst þetta rosa gaman..


Bara búin að vera að vinna og hafa það fínt. Maley loksins kominn aftur en er samt að vinna svo mikið að hann er hálfruglaður. Skrítið þegar maður dettur svona inn í sýningu og er bara í öðrum heimi. Hann týndi veskinu sínu þarna um daginn og ákvað núna í morgun að fara að kaupa nýtt.. en fann ekkert almennilegt í tkmax búðinni okkar góðu... var kominn með svona konubuddu og ætlaði að fara að kaupa hana... gat nú bent honum á að þetta væri soldið kelló.. þá keypti hann sér gleraugu! bara venjuleg gleraugu með gleri í.. hann hélt nefnilega að þetta væru sólgleraugu af því þetta var í sólglerugarekkannum.. hélt þetta væru svona tommy hilfiger ( hann er nefnilega soldill merkjakall) sólgleraugu sem væru bara rosa kúl sólgleraugu með einhverju nýju trendí gleri sem lítur út eins og venjulegt gler..... góð saga... hahaha vá hvað þetta var leiðileg saga að skrifa.. þetta var sko miklu fyndara í morgun þegar við vorum að rölta tvö um bæinn og hlæja... æ æ æ hvað ég er fyndin.. ein voða glöð að vera búin að fá kæró aftur hahhah bloggandi einhverjar væmnar kærósögur. Glötuð týpa.

allavega, skráði mig í mastersnámið og ætla að sjá til hvert lífið leiðir mig. gústala brown ég er líka rosa mikið búin að vera að hugsa til þín og síminn minn er 00 44 7942242244 þetta er sko nýji síminn minn af því ég týndi bleika símanum mínum.. týndi líka bleiku húfunni minni sem var svo falleg, þarna tit head húfan mín... ég verð svo leið þegar ég týni hlutum.

já og glasgow var bara æði..æðisleg borg allir rosa hip og cool og skemmtilegir barir og búðir og kaffihús og bara æði. Hitti siggu og unnustann og það var æði og ég var æði og allt var æði og ég vil búa þar. Og hreimurinn æði... Skotland er bara rosalega fínn staður finnst mér. Allavega út í sólina núna.

xx
sol

Sunday, April 1, 2007

vorið er komið

Já vorið er sko komið hér held ég bara. Yndislegur dagur, vaknaði um 10.. lúrði svo aðeins lengur og las smá í The long walk to freedom.. já já ennþá að lesa hana.. hún er mjög löng. .. sofnaði og vaknaði og las meira... skellti mér svo í skokkarafötin og hljóp niður að ánni í sólskininu. Keypti svo Sunday Times og fór heim og las blaðið. Þá hringdi Candice sem á deli búðina í mig og þau voru að fara að hitta vini sína í lunch og ég fór með þeim. Við fórum á kínverskan stað við ána og ég borðaði á mig gat. Rosa góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Fékk smá samviskubit því ég vissi af Maley í Glasgow.. hann týndi veskinu sínu á föstudagskvöldið og er gjörsamlega auralaus og matarlaus, hafði ekki efni á að kaupa sér dagblað.. og ég hress nýbúin að fá útborgað að gúffa í mig..

Fór líka í dag að kaupa mér andlitskrem... ég er nefnilega að fara í myndatöku á miðvikudag, svona leikaramynda myndatöku því það eru alveg 6 ár síðan ég tók hinar.. og heimildamenn segja mér að ég hafi aðeins breyst, elst og svona.. sem er allt í lagi.
Þannig að ég féll fyrir kremi sem heitir DNAge... Nivea hrukkukrem basically... æ ég veit ekki. En ég er svona soldið búin að vera að spá í aldur af því ég er nú að verða þrítug, alls ekki á neikvæðan hátt, bara svona að spá... og svo fattaði ég að eftir 30 ár, verð ég sextíu ára. Og þá getur maður vonandi bara slappað af og lært golf og svona, en það er svo langur tími þangað til.. alveg jafn langur og allt lífið mitt hingað til.. og maður er nú búin að gera svo sem ýmislegt á þessum þrjátíu árum, búin að vera í sex ára bekk, missa tennur, fara til Flórída með fjölskyldunni, búa í Frakklandi, Englandi og vinna í þýsku bakaríi eitt sumar, vera skotin í Halla Bergman í nokkur ár þangað til hann kom frá Svíþjóð með lokk, læra á fiðlu og pínó, vinna Íslandsmeistaratitilinn í trompfimleikum á gólfi með 9.35.. yes thank you very muchþþ, lært að synda og hjóla, eignast fullt af frændsystkinum, verða skotin í strákum, sofa hjá og gráta í fiskipallbílnum hans pabba þegar Þórlindur hætti með mér og pabbi tók í nefið og spurði hvort ég vildi ekki koma í ísbíltúr, læra leiklist og tala inn á fullt af teiknimyndum, fara á vodka og perubrjóstskykursfyllerí með Malenu og Siggu í tjaldi í Borgarfirði, klifra upp á Rjúpnafell í Þórsmörk, Esjuna og Glym, finna mann sem ég elska og sem býr til góðan mat, og ja svo er ég farin að blogga ... þannig að með nýja DNAge þá verð ég bara alveg eins og í dag eftir 30 ár bara búin að gera fullt í viðbót.