Monday, July 9, 2007

gurkan og lakkið




hæ hó, skellti inn tveimur skemmtilegum myndum. Ein frá Wales þar sem við tjöldum hjónakornin og önnur úr Hafnarfjarðarleikhúsinu og leikhúsdraugabarnið sem var með mér í för hlóp fyrir framan vélina og út kom þessi skemmtilega mynd. soldið töff. Búin að vera á fullu um helgina... nei ekki á fullu, bara að mála smá og svo fór nú sunnudagurinn í sólbað. já já ekkert að ofkeyra sér, en var sem sagt á nýja óðalssetrinu á stokkseyrinni.

Sit hér og skil ekkert í mér að vera að blogga núna á mánudagsmorgni.. sit bara í stiganum klædd og er á leið í sund. Ég var samt að lakka á mér neglurnar nefnilega í gærkvöldi og það er rosa gaman að pikka á tölvuna með svona fínar rauðar neglur. Lítið er ungs manns gaman segi ég nú bara. Vona að lakkið skemmist ekki í sundinu.
over and out.

já já soldil gúrkutíð í gangi hérna. Eg er bara að bíða eftir fréttunum...
sol