Wednesday, January 31, 2007

Brrr iskalt a spani maður!!!






Og ég sem tók bara með mér kjóla, léttan jakka og svona... gat ekki ákveðið hvort ég átti að taka rauðu sandalana eða gulu skóna mína.. báðir álíka sumarlegir þannig ég tók bara báða!!! voru samt notaðir... á leiðinni í morgunmatinn en ekkert úti því það snjóaði takk fyrir daginn sem ég kom, svo á laugardaginum var líka kalt en samt sól og fínt og við fórum og skoðuðm La Alahambra sem er gömul höll uppi á hæðinni, yndislegt útsýni og ótrúleg bygging.

á sunnudeginum fórum við niður að ströndinni og massa rok en samt alveg svona 14 stiga hiti. Svo á mánudeginum rigndi bara allan daginn þannig við fórum í Arabísk böð og fengum nudd og svona huggulegheit.

Sem betur fer var Maite með hlýja peysu til að lána mér. Annars hefði ég bara orðið úti þarna á spáni. Takið eftir Graffiti myndunum.. mér fannst þær svo flottar. út um allt.

Það er rosalega fallegt samt í Granda og ég mæli eindregið með ferð þangað fyrir hvern sem er. Góður matur og góð sangria. Og þegar maður fer yfir götuna þá labbar græni kallinn... bara svona venjulega og fyrir ofan eru sekúndur.. hvað þú hefur langan tíma til að fara yfir götuna. Svo þegar svona 7 sek eru eftir byrjar hann að hlaupa... mér fannst þetta svo hrikalega fyndið að ég tók video af þessu og ætla að reyna að setja á heimasíðuna en þangað til verða myndirnar bara að duga.

Hvað meira? jú við fórum og sáum flamengo dansara og söngvara... rosa flott og svo mikil innlifun... myndi samt ekki einhvern veginn virka t.d. hjá bretum eða okkur íslendingum að syngja með svona mikilli innlifun um tunglið og ástina.... la luna la amore... ég skil smá spænsku sko!!

Og alls staðar appelsínutré. ég er svo hrifin af Appelsínutrjám og berjatrjám. Tók fullt af myndum af appelsínutrjánum... og hugsaði með mér ja þetta er hvergi heima... við erum meira svona kartöflur og skottís þjóð. Og ákvað með mér að læra flamengo.

Kvarthornið!!!
Já sem sagt kvarthornið að þessu sinni yfir flugi... Djöf vesen er það að geta ekki bara ferðast með þann vökva sem maður vill ferðast með.. hvers vegna þurfti nú að skemma það fyrir okkur venjulegum ferðalöngum að geta ekki keypt t.d. ólífuolíu og farið með heim.. eða ferðast með sjampó.. maður á kannski stóran brúsa og vill ekki kaupa aðra tegund. Nei nei búum til sprengju úr vökva og skemmum fyrir öllum! Og annað, sat við hliðina á stelpu á leiðinni heim og það var svo vond lykt af henni, hún notar greinilega ekki sjampó, kannski var það tekið af henni og hún neitar að kaupa nýtt...??? nei hún var svona hippatýpa... söng voða mikið og svona stemmning.

Og svo finnst mér að það eigi að klappa fyrir flugmönnum þegar þeir lenda vélinni..svona takk fyrir að ég er lifandi klapp .... það hefði getað farið illa en gekk.

og einnig að lokum þá finnst mér líka skemmtilegt þegar flugfreyjurnar sýna manni neyðarútgangana og hvernig á að blása upp vestið og svona.. þegar þær gera það í persónu þó svo Þórunn lár sé rosa sæt í flugleiðavélunum. Mér finnst hitt bara svona persónulegra eitthvað.. vitiði hvað ég meina.

Heimþrá 6,5 á skalanum einn til tíu. Æ svona sjö kannski meira....

Wednesday, January 24, 2007

massa stutt herna

er a bokasafninu og er ad renna ut a tima, aetladi ad gera svo margt a netinu en komst bara ekkert afram af thvi eg var ad skoda og hangsa... hlakka rosa til ad fara til granada... aetla ad kaupa olivuoliu og svona girno gummuladi eitthvad.

Ma fara med krem i flugvel nuna? Og Tannkrem og svona.. ah who cares.

over and out.
x
s

Thursday, January 18, 2007

sol og bliða...allt i einu

Jæja hvað er að frétta þá? Bara allt fínt. Það er svo mikið rok úti að ég fauk alla leið uppeftir í vinnuna hans Maleys og fauk svo aftur til baka, hingað á kaffihúsið.

Vaknaði í morgun við símafjandann kl. 7.. hafði gleymt að slökkva á vekjaraklukkunni.. er nefnilega búin að fá nýja vinnu í svona delicatessen búð og er að vinna frá 8 til 2 eða 4. Mjög huggó búð með veitingastað uppi og fullt af girnó ostum og mat og svona, svolítið hættulegt þar sem ég þekkt fyrir ást á mat. Þegar ég sagði Maley frá vinnutímanum sprakk hann úr hlátri, hann veit að ég er meiri svona B týpa.. eða C týpa jafnvel. Og á það til að vara skapvond svona snemma. en þetta hefur bara gengið vel so far so good. Skemmtilegur vinnustaður, skemmtilegt fólk góð súpa og gott kaffi.

Allavega í morgun sá ég að maite hafði sent mér sms í gærkvöldi og sagt I have a very important question to ask you... hún er sko hálf þýsk og hálfur spánverji og þegar hún sendir svona skilaboð, stutt og skorinort þá er það þýska hliðin á henni.

Svo hringdi hún í morgun og sagði að þetta væri nú ekkert svona líf og dauða spursmál en hún hafði gefið kærastanum sínum ferð til Granada í jólagjöf, leigt bíl, bókað hótel m. morgunmat og svona æði huggó löng helgi, en hann er frá suður ameríku og fær ekki visa til að fara um helgina, tekur þrjár vikur, þannig hún bauð mér að koma með, ég þurfti bara að bóka flug sem ég og gerði bara og fer sem sagt á föstudag næstu viku til mánudagskvölds.
Rosa leiðilegt fyrir kærastann, en rosa gaman fyrir mig.. það er víst 18 til 20 stiga hiti.. og það er akkúrat það sem ég þarf.

Annars var víst saumaklúbbur og gæsun svona smá í gærkvöldi því arna er að fara að giftast Gunnari sínum á Laugardaginn og ég sendi þeim mínar bestu og innilegustu hamingjuóskir og veit að þau eiga bjarta framtíð fyrir höndum enda bæði fyrirmyndarfólk. Svona á að gera þetta.

Er í fríi á morgun og skrifa þá meira.
xx
sol

Thursday, January 11, 2007

zzzzzzzzzz

Vá svaf til kl. 12 í dag. Maley sagði við mig þegar hann var að fara sofðu bara það er svo vont veður úti... og ég tók hann bara á orðinu. Svaf og svaf og svaf. jeminn hvað það er gott stundum.
fór svo loksins út úr húsi eftir kjarngóðan hafragraut með eplum og kaffibolla og það var svona smá vindur jú en fínt bara.

og ég gæti alveg bara sofnað aftur. ég held ég leggist í hýði einu sinni á ári í svona mánuð og hef ekki gert það núna soldið lengi.

fór í ræktina í gær í virtual spinning tíma... bjóst bara við svona venjulegum spinning tíma en þá er skjár fyrir framan mann, enginn kennari heldur bara tölvukona og þú sérð hvert þú hjólar í gerviheiminum á skjánum.. upp hæðir, framhjá kastala og gegnum borgina og svona... spes... veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta en var samt alveg gaman að prófa sko. Er að borða ljúffenga súpu.

fór og sá apocalypto í gær... mjög góð fannst mér. og kláraði aðra bók eftir margret atwood cats eye og ætla núna að byrja á nelson mandela long walk to freedom. Hún er soldið löng enda heitir hún long walk en ég skal fjalla um hana seinna.

já ég held það bara janúar kúra kerti hafragrautur súpa bíó kaffi og svo má stundum kaupa sér kjóla á útsölu.

og hér kemur líka hrefnupistill dagsins, mig dreymdi að hún og geir væru skilin og ég vissi samt ekki af hverju en Hrefna var svo lukkulega ánægð með þetta var að fara að breyta öllu í lífinu sínu og var já bara svona hress með þetta allt saman. Ég var alltaf að reyna að ná henni í einrúmi til að spyrja hvað hefði gerst en hún var svo upptekinn.. með nýja lífið að hún hafði engan tíma til að tala. Og ég var svo glöð þegar ég loksins vaknaði og fattaði að þetta var bara draumur. ég bar get ekki hugsað mér ykkur ekki saman..

xx sol

Thursday, January 4, 2007

Gleðilegt ar og takk fyrir gomlu

Jah svona var það þá.

Góð áramót, Kampavín og lamb.
Fórum svo á fótboltaleik á nýársdag og ég fékk mér bjór og franskar í hálfleik. Tramway Rovers gegn einhverju liði sem ég man ekki hvað heitir en við unnum 2.1.

horfði á Desperate Housewifes í gær. Tvöfaldur þáttur. Þær eru svo skemmtilegar og þægilegt að horfa á. Stór skál af poppkorni og vínber og pínulítið af Haagendas ís, praline og cream. Það er án efa besti ísinn í heimi.

Fékk jólakort frá Orra Páli sem gladdi mig svo mikið.

Takk fyrir það.

sólin skín og skýin þjóta yfir. Og ég er að þjóta í bókabúðina mína.

xx