Tuesday, May 22, 2007

áfram liverpoool!!! koma svo strakar!!!

Rosa leikur á morgun ha.. ég er orðin svo mikil bulla að það er bara vandræðalegt. Sem sagt heimaliði að spila í Evrópumeistarakeppninni á morgun og stemmningin er gífurleg hér.. já gífurleg!! Maley er búinn að fá miða fyrir okkur til að sitja í 1000 manna sal. The philharmonic Salnum... með stóru tjaldi og ég var orðin soldið spennt... en er að fara til London að lesa aftur inn á þessa auglýsingu og kem ekki til baka fyrr en 20. 47 lestin sem þýðir að ég missi af fyrri helmingi leiksins.. næ samt vonandi seinni hálfleik... þannig að það er það að frétta af mér.

já átti alveg yndislega afmælishelgi... þori varla að segja það fórum á pöbb.. fengum okkur ekta pöbblunch og horfðum á Man. United spila og tapa á móti Chelsie. ég veit. Glötuð!!

fór samt í klippingu áðan.. ætlaði nú varla að treysta gellunni... allir á stofunni voru undir 22 og voru með fjólublátt og svart og rautt og blátt hár og meira að segja gaurinn var svo illa farinn af overdose á brúnkukreminu að ég labbaði næstum út.. úff. Vertu hugrökk sólveig sagði ég við sjálfa mig og opnaði Marie Claire og benti á myndir af sætum módelum og kvikmyndastjörnum.. eitthvað svona sagði ég við hárgreiðslukonuna mína.. ekkert of og ekkert ... og ekkert... og ekki fjólublátt.... svo er náttúrulega málið að maður heldur að maður líti út eins og Kirsten dunst eftir klippinguna.. en maður gerir það nú ekki.. lítur bara út eins og maður sjálfur bara aðeins sætari með vel blásið hár og svona. Og það er bara gott.

annars bara hress. Sólin skín og Delívinnan er bara allt í lagi.

xx over and out.
sol

Tuesday, May 15, 2007

í frettum er þetta helst... helst ekki!!

jæja hvað er svo að frétta??? Hrefna búin að eignast aðra litla stelpu.. kíkti á myndir af vísitölufjölskyldunni og hrefna leit nú ekki út eins og nýkomin úr fæðingu.. hún lítur bara út eins og súpermódel. Og snúllan svo sæt og Arna svo sæt stóra systir ... og Geir náttúrulega líka sætur!!!

Fór til London ja, vá hvað það er langt síðan ég bloggaði síðast.. búin að fara tvisvar til London.. já fór og heimsótti Maite vinkonu mína og við fórum í leikhúsið og sáum Gísla Örn Gardarson sveifla sér um Breska Þjóðleikhúsið... fín sýning og hann bara frekar fyndinn fannst mér. Fór í yoga í London og hitti Kristínu Laufeyju og við fengum okkur lunch og hlógum soldið og svo fór ég í partý... innflutningspartý hjá vinum Maite.. og hittum tvo vini hennar á barnum áður en við fórum.. mjög gaman. Já það var alveg rosa gaman.. svo fór ég aftur núna í gær til London að lesa inn á auglýsingu fyrir ITV local... og svo er ég bara að vinna. ... soldið leiðilegt blogg. hahah. jæja þér er nær að lesa alla leið hingað!!! hefðir átt að hætta þegar geir er sætur!! er það ekki bara? eigum við kannski að láta þetta gott heita bara? held það. vá. já.

eitt ljóð í lokin? nei ég hélt ekki.

bæ.

Thursday, May 3, 2007





Fyrir framan Cunard skipafélagsbygginguna en þeir byggðu Queen Mary og Queen Elisabeth skipin sem mamma sigldi í kringum heiminn á í Jarðarförinni around the world.
Strákarnir hressir að hlaupa í gegnum gosbrunninn á torginu.
og svo var náttúrulega farið í vítasppyrnukeppni í svefnherberginu eftir hita leiksins.. ef maður ætlar að verða eins og Ronaldo þarf auðvitað að æfa sig og þá er betra að dreifa púðum og sængum um allt herbergið...


Fyrir framan Cavern Club þar sem Bítlarnir spiluðu. Paul hallar sér svalur upp að vegg og bíður eftir einhverju.. lífinu..

Wednesday, May 2, 2007

Manchester 4, Everton 2




Og þvílíkur leikur!!!! allt að verða vitlaust í goodison Park sl. Laugardag og við mamma og Bessi og Tómas í hita leiksins.. in the eye of the storm.. jesssörííí. Ekkert smá gaman... ótrúlegt að fara á svona fótboltaleik.. og svo í gærkvöldi þá horfði ég meira að segja ein á Liverpool Chelsise.. ég er á leiðinni að verða bulla held ég bara ... myndir fylgja fljótt... ef grannt er skoðað má sjá Ronaldo nr. sjö einn á vellinum.. ég var sko líka nr. 7 í bekkjarliðinu í mýró í handbolta.. og er ekki beckam núna nr. sjö? eða var áður en hann flutti til LA.

anywho... það var svo gaman að hafa mömnmu og strákana í heimsókn. Yndisstundir í sólskininu og við fórum út að borða og þeir hlupu í gegnum gosbrunn og skemmtu sér konunglega. Versluðum soldið mikið af því við eða mamma var að festa kaup á sumarhúsi á Stokkseyri og vantaði náttúrulega lök og kodda. Þannig að hún var sko alsæl þegar ég sýndi henni TKMAX búðina þar sem allt er fullt af design vörum á kostaverði... keypti á sólu sína kjól og pils. Og ný sængurföt.

Annars fannst mömmu Liverpool bara vera mjög hrein borg og var afar ánægð með húsakynni næstyngstu dóttur sinnar... þurfti sem sagt ekki að fara í sturtu í sokkunum eins og þegar sól var námsmaður í London. Þá var bara farið í sturtu í sokkunum.. Enda bjó ég í viðbjóðslegu húsi þar sem næstu nágrannar voru mýsnar í veggjunum..... já en þvílíkt sem ég var móðguð þegar mamma baðaði sig í sokkunum.. skil það svo sem vel núna en þá já þá var þetta bara heimilið mitt... svona er nú lífið.
Svo skilaði ég þeim á flugvöllinn, þurfti að bíða eftir lestinni í klukkutíma og keypti mér Independantblaðið sem var að skrifa um plöntur sem eru notaðar til að þróa lyf.. og íslenskt fyrirtæki sem notar hveitiplöntur erfðabreyttar með mennskum genum ,að mig minnir til að þróa lyf... gott að vita af því.. og fyrirtækið ræktar nota bene plönturnar úti þar sem engin hætta er á smiti þar sem hvort eð er ekkert hveiti er ræktað á landinu... ég veit ekki.. líst ekki á þetta allt saman.. sem sagt fór á hótelbarinn og fékk mér rauðvín, Jerome miðaldra skalli í appelsínugulri peysu bauð mér upp á late night snack.. nei takk ég er að fara að taka lest kæri vinur jerome... svo kom ég heim og fór að hágráta af því allt var svo tómlegt eftir að þau voru farin... já svona er lífið .. í liverpool....

Sit annars bara hérna á DR. Duncans pöbbnum mínum, og er voða glöð að vera búin að eyða bloody 6 pundum í kl. tíma internettengingu... já og á öðru rauðvínsglasi.. svona upp á stemmarann. var að panta mér far til London um helgina og hlakka rosa til.. ætla ekki að taka með mér tölvuna heldur fara í leikhús og partý og liggja í sólbaði í Hyde park... bíða eftir Villa prins.. neiiiii.. bara sólbað.. hringja í Kristínu Laufey og kannski hittast í lunch.. hún er alltaf svo fyndin.. og já.

Vona að myndasafnið komi líka með annars reyni ég aftur á morgun.
Hey pantaði líka far heim 25. maí... viku eftir afmælið mitt en er samt að pæla í að halda upp á það kannski þá helgi eða bráðum..... var sooldið að pæla í karíokí stemmara á Ölveri bara... hahah.
já ég veit rauðvínið farið að segja til sín... best að drífa sig heim í háttinn í nýju akkerislakinu sem mammsa gaf mér... Ralph Lauren lak á 7.99 pund.. TKMAX klikkar ekki sko.

xx
sol
ps. vá hvað ég tala mikið..