Friday, December 29, 2006

nu arið er alveg að verða liðið...


Og það er bara gott held ég. Búið að vera ágætt ár í marga staði, mjög gott í suma staði og svona lala annars staðar og ég hlakka bara til að fá nýtt ár.

Jólagjafir:
nærföt, mjög falleg frá systrunum, Úr frá kæró og ég ætla að kaupa mér ofsalega fallega eyrnalokka frá mömmu núna á laugardaginn.

Mér finnst samt ekki eins og nýtt ár sé að koma. Finnst ég ekki alveg svonaí áramótastemmningunni. Af því það eru flugeldar hér kl. 5!!! um daginn!!! Ímyndiið ykkur. Það er vegna þess að scally fólkið hérna er svo ruglað að það er ekki hægt að hafa börn úti eftir kl. 18.00 held ég.

þannig hér er bara mynd af mér á gamlárskvöld í fyrra. massahress við Hallgrímskirkju í brjáluðum flugeldum. Áfram Ísland.

Næstu áramót verða heima. Jól eru fín hér, en áramót...ja við sjáum til.

samt spennandi að sjá hvað nýtt ár kemur með. góð byrjun. Gleðilega byrjun.

xx

Saturday, December 23, 2006

gleðileg jol

Jæja þá fara jólin bara að koma bráðum ha. Sörurnar eru mjög góðar, ég er samt ekki búin að borða mikið af þeim, ég borðaði svo mikið deig þegar ég var að baka. Og smjörkrem líka. En mjög fínar samt sem áður, bíða hressar í frystinum eftir að við hjónakornin fáum okkur annað kvöld og á sunnudaginn.

ég er að vinna á morgun til hálfsex en við ætlum að hafa huggulegan mat þá um kvöldið, lax og eitthvað en svo rækjukokteil, önd, ostaköku, kex og osta og rauðvín og sörur auðvitað á sunnudaginn. Því þá er 25 og þá eru jólin hér.

Gott að prófa svona jól og svo hafa bara íslensk jól það sem eftir er... er það ekki? jú það held ég bara.

Fór í gær og keypti gjöf fyrir Maley, keypti voða flott útvarp sem hann er búinn að vera að tala um soldið lengi og er svo að spá í að kaupa kannski kokkabók.

Fór í gær út að borða með vinnufélögum mínum úr bókabúðinni. Mjög fyndið. Það eru allir svo hressir, og svona týpiskar liverpool gellur eru það besta. tala hátt, djamma hátt, klæða sig mjög takmarkað og mála sig mikið. en mjög skemmtilegar. Annars eru fáar svoleiðis í svona bókaormabúð.

í nótt dreymdi mig að ég væri að leika konunna hans Ricky Gervais í nýjum þáttum sem hann var að gera... office gaurinn. og ég hló og hló.. já við ricky hlógum og hlógum. og ég vaknaði svo glöð. Maley vaknaði líka glaður, sagðist elska mig þvíi hann var að dreyma mig... ekkert spes, ég var bara alltaf allstaðar í draumnum.. alveg eins og í lífinu sagði hann. Mér fannst það góð byrjun á deginum. Hann fór á fótboltaleik.. 3ja sinn sem hann reynir að sjá þennan sama leik, fyrst var rigning, svo þoka þannig að leiknum var alltaf frestað. Vona að það gangi núna. Svo eigum við deit í kvöld saman. Annars erum við voða heimakær orðin, komin með jólatré sem er pínulítið gervitré með fullt af ljósum.


Elsku vinkonur og systur... gleðileg jól.

ástarkveðjur
Sólveig.

Tuesday, December 19, 2006

Sorur sorur sorur

Jolin vaeru nu bara ekki jol ef ekki vaeri fyrir sorur. Sma update herna, er a bokasafninu med breskt lyklabord thannig thetta verdur stutt.

Stada : halfnud.

Byrjadi i gaer med tofrasprotann ad reyna ad stiftheyta eggjahvitur en thad gekk ekki. Reyndi ad nota gaffal... maley sagdi ad mamma sin hefdi gert thad i gamla daga.. held ad thad se nu bara einhver eldgomul aeskuminning fra thvi um aldamotin.. allavega. Gekk ekki. Reyndi ad nota thrystikaffikonnu til ad svona sja hvad kaemi ut ur thvi. Gekk ekki. Aftur yfir i tofrasprotann en haetti thegar hann for ad lykta undarlega og var farinn ad ofhitna. For i fylu og akvad ad skella mer i raektina i stadinn.

For svo i morgun og keypti mer theytara...thetta fara ad verda ansi dyrar sorur skal eg segja ykkur. 10 eggjahvitum sidar ( gekk heldur ekki i fyrstu tilraun med theytarann, eg var svo akof med sykurinn )gekk daemid upp og heima bida botnarnir nuna, ad kolna, og spenntir eftir ad sja hvernig gengur med kremid.

sem sagt allt i attina en thetta tekur tima. Maley er ad horfa a fotboltaleik i kvold. Vid erum buin ad thramma alla borgina i leit ad jolatrjam og thad kemur vaentanlega i hus a naestu dogum.

over and out i bili.

sol

Thursday, December 14, 2006

myndir








Jæja þetta eru myndir af húsinu mínu.. ekki stórt? Við búum efst uppi og þetta er lítil stúdíó íbúð á tveimur hæðum, uppi er eldhús og stofa.. svona opið með þakgluggum og niðri er svo bað og svefnherbergi.
stór hringstigi niður en það er líka lyfta. sem sagt mjög huggulegt. Okkur vantar bara nokkrar hillur og kannski skrifborð jafnvel. Ikea er rétt hjá Manchester og stefnan er tekin þangað einhverntíma eftir áramót. javel.

Er að fá mér kartöflu súpu sem smakkast svona lukkunnar vel. Ákvað með sjálfri mér að baka sörur. Höfum gert það saman systurnar sl. jól endum alltaf á því að gera alltof margar og allt of stórar. Þær ættu að rennaljúflega niður. Vantar bara uppskrift, og svo verða sörur reddy á mánudag, þriðjudag. Maley horfir alltaf á mig með svona vantrúar - samt reyna að vera jákvæður þegar ég segist ætla að baka...svolítið svona eins og mamma... nema hún segir..viltu ekki biðja rúnu um að gera það frekar. Hvorugt hefur mikla trú á bökunarhæfileikum mínum. Sjáum hvað setur.

Hlakka til jólanna ennþá.

sólveig

Monday, December 11, 2006

jolagjafir og leitin að tilgangi...

Jæja, þá er maður bara búin að kaupa jólagjafirnar í ár.. ja svona að mestu. Það er alveg ótrúlega gaman finnst mér að finna gjafir fyrir fólk sem manni þykur vænt um. Ég fór út í morgun... ok í hádeginu..í smá stressi að ætla að svona rigga þessu af.. en svo er þetta svo skemmtilegt. Það er ótrúlega skemmtilegt að máta og leita að dóti og finna hvað passar hverjum og svona. Og ég er ánægð með þetta. Ég og Rúna gefum sko saman, af því við erum systur, og hún er í prófum þannig að ég sé um að velja mest af þessu.

Við ætlum að hafa kalkún á jólunum okkar hérna í Liverpool. Ég kann samt ekki að elda kalkún en mamma ætlar að senda mér uppskrift. Og ég er voða sátt við að ætla að elda sjálf..grunar samt að kæró eigi eftir að taka smá yfir en maður er nú að verða þrítugur þannig að það má nú ekki mikið seinna vera að skella sér í kalkúninn. Kæró var eitthvað að tala um gæs eða eitthvað en ég er ekkert allt of spennt fyrir gæs eða önd eða einhverju svoleiðis.. ég þoli svo illa bragð af villtu eða dökku kjöti.. svona lifrarbragð ..oj, var pínd til að borða þetta í æsku og hef ekki enn náð mér. En í lagi að öðru leyti eftir æsku mína.


og þá að tilgangi og leit að tilgangi..

ég horfði nefnilega á Grizzly Man í gær..

mögnuð mynd um mann sem bjó á sumrin með björnum og talaði við þá, og gaf þeim nafn og tók upp fullt á myndavél. Hann fór upp til bjarnanna þrettán sumur í röð, einhvers staðar í Alaska, eignaðis ref sem vin og talaði við dýrin og svona, eitt sumar var lítið búið að rigna og hann sat inni í tjaldi og öskraði á guðina að það vantaði rigningu til að fiskarnir gætu stokkið upp árnar og birnirnir fengju þannig að borða. Og það byrjaði að rigna. Hann var náttúrulega kolruglaður maðurinn. Alveg kolklikk. Leikari sem átti víst að hafa verið 2 í röðinni á eftir woody harelson að fá hlutverkið í Staupasteini.. en það er kannski önnur saga. Endaði með því að hann og kærastan hans voru étin af birni. Ekki skrítið. Talandi við villta birni 13 sumur í röð.. óhappa 13. Eða kannski happa, af því myndin sýnir mann sem finnur sér tilgang í lífinu. Hann heldur virkilega að hann sé að vernda birnina, þó svo þetta sé friðaður garður sem þeir búa í.. svona national Park. Merkilegt hvað það er til mikið af fólki í heiminum. Og er þetta ekki svolítið málið? Við erum öll hérna.. til hvers? Þess vegna finnum við okkur tilgang.. með því að læra eitthvað sem skiptir máli, og vinna við það, ferðast, berjast fyrir því sem við trúum á, eignast börn.. þau gefa manni tilgang er það ekki? Einhver sem þarf á manni að halda. Vera ástfangin og vera í sambandi, þá er tilgangur. Lesa bækur, það er hægt að finna tilgang á margan hátt held ég. Og þessi maður í myndinni hann fann sinn með því að vernda birni.. sem þurfti í raun ekki að vernda en þetta gaf lífi hans tilgang... og svo var hann auðvitað étinn.

En

allavega. Grizzly man, heimildarmynd eftir Vernard Herzog... kíkið á hana ef þið getið. Mjög spes.

Og talandi um að kalla fram rigningu þá man ég þegar verið var að mála sæbraut 13 hjá Hrefnu um sumar og ekki ský á himni. Við áttum að vera úti að leika í góða veðrinu en vildum inn. Fundum því járnsmið og drápum hann. Fundum annan til öryggis og drápum hann líka. Og viti menn. Rigningin kom og við fengum inn. Og þau þurftu að stoppa málninguna. Við hæstánægðar yfir þessu.
Maðurinn og náttúran. Manstu? Já svona var brallað.

Friday, December 8, 2006

hrefna hrefna hrefna

haha.. litla dúllan,

jæja aftur sit ég hérna í FACT kaffihúsinu.. það eru nefnilega eiginlega engin kaffihús þar sem hægt er að komast ókeypis á netið.
ég sakna...
kaffitárs
sundlauga
mömmu
ykkar
krílanna
snjós
útsýnisins frá laufásveginum
moggans


stend mig að því að leita að ljósmyndabókum um Ísland og fletta þeim í vinnunni.. fann eina góða í gær þar sem sást í Fríkirkjuna og Tjörnina og miðbærinn er bara svona eins og krúttlegur sveitabær.

ein komin í nostalgíukastið og búin að vera hér hvað í fjórar vikur.... hmmm.

En allt fínt að frétta, og nú þarf ég að þjóta í vinnunna. Ljósmyndasnúran mín er á leiðinni og þá fáiði sko myndir.

xx
sol

hrefna hrefna hrefna

Wednesday, December 6, 2006

allt að verða vitlaust...

nei bara smá, er byrjuð að vinna og það er mjög gaman. Svo mikið af skemmtilegum bókum. allir í vinnunni voða næs, ég er núna í hádegismatnum mínum. Maley búinn að vera veikur... kveinkar sér mikið og talar um malaríu...það er svona stundum.

Las bókina The blind assassin... mjög góð, las alveg fram á nætur alla helgina... elska að detta í svona sögur. mæli með henni eftir margret atwood...heyra í mér nýbyrjuð í bókabúð týpan að mæla með bókum...hef nú ekki verið hinn mesti lestrarhestur sl.ár.

og hvað meir? fullt af bókum. Hér er líka fullt af búðum til að versla í. Og ég skal skrifa meira seinna.


Soldið tricky að vinna svona frá 11.. ég fer nú ekki beint að vakna 9 til að fara að blogga og eftir 7.30 þá er kannski búið að loka... en ég verð samt dugleg áfram.

sakna ykkar allra rosa mikið
xx
sol

ps. erfitt að skilja liverpool búa... allt svona chhh kkkkhhhh shhhckkkcckkshhhk

Friday, December 1, 2006

eins ars og timinn liður


Haddý ömmusystir krútt!
Það er svo gaman að fá svona komment frá ykkur líka. Takk fyrir þau. Mjög skemmtileg enda skemmtilegar vinkonur og systur sem ég á.. já maður er ríkur.

Talaði við mömmu og ransý í morgun áður en þær lögðu af stað. Verður örugglega gaman hjá þeim í Heidelberg á jólamarkaðinum.

Jú jú jólastemmningin svífur yfir vötnum hér.. það eru allir úti að versla.. fólk verður nú svolítið brjálað í þessu hafaríi. Minna má nú vera...en mér finnst jólin skemmtileg. Ég ætla að kaupa lítið jólatré og skreyta og borða góðan mat og horfa á nýja sjónvarpið okkar...jú jú ASDA ferðin endaði auðvitað með að kaupa 21 tommu nýtt sjónvarp, 3 rauðvínsflöskur, bjór, krydd, dósamat, nautakjöt í frystinn, snakk, einhvern ógeðslegan lauk sem maley vildi endilega kaupa...jólalaukur í krukku..allavega, lasagnamót og uppvöskunargrind og fleira og fleira skemmtilegt. Sumt fór í jólaskápinn og annað í venjulegu skápana. Sannkallaðir jólaálfar.. Svo fórum við á markaðinn sem var að opna og ég fékk stóra þýska kryddpulsu í brauði og svo fórum við og fengum okkur rauðvínsglas og svo heim og elduðum. Það er allt opið til 21 á fimmtudögum sko.

Svo sá ég líka túlípana til sölu og þeir koma nú venjulega ekki fyrr en í janúar en þar sem ég keypti mér jólastjörnu um daginn ætla ég að bíða með túlípanana. Rímar við bananana. hahah brandarakellingin ég ha!!

Já hann krúsí litli Einar Arnar á svo afmæli á sunnudaginn. Ég er búin að senda smá pakka en hann kemur líklega ekki fyrr en í næstu viku. En hér er mynd af lille prinsen.

já sem sagt þá er heimilisfangið mitt

flat 33,
1. Crosshall Street
L16DQ
Liverpool
England.

Knús og kossar
Sólveig