Monday, March 26, 2007

sumarvinna sumir vinna meira en sumir

tíu ára Menntaskóla reuninon í byrjun júní... og ég er enn að ákveða hvað ég á að verða þegar ég verð stór. Kíkti inn á heimasíðu kb banka í dag og var að spá í að sækja um sumarstarf.. bankinn heitir samt Kaupthing núna. Rúna er sko að fara að vinna þar í sumar og stóra systir var bara að kíkja á aðstæður. Soldið gaman af því ég gat skoðað myndir af öllum eða flestum sem vinna þar... og ímyndaði mér hvernig væri að vera bankastarfsmaður... hitti svo Hlyn vin á msn og hann fann miklu skemmtilegri sumarvinnu sem hann er að kanna núna...

Maley fór í dag til glasgow og verður næstu 3 vikurnar... en við eða hann á í vandræðum stundum með svefn á mánudögum og vaknaði hress kl. 6 í morgun sem var í alvöru 5 af því að klukkurnar fóru áfram um 1 tíma í gær. skilst þetta? núna erum við sem sagt klukkutíma á undan. Og þar sem hann vaknaði og ég heyri alltaf klingið í skeiðinni þegar hann borðar hafragraut þá vaknaði ég líka... rosa hress og við skelltum okkur bara í ræktina. Hann í sína og ég í mína... við erum sko ekki saman í leikfimi, þannig að ég er rosa þreytt núna. Og ætla að drífa mig heim í hljóðlega íbúð, fá mér góðan mat og fara snemma að sofa.

Dreyma eitthvað skemmtilegt. Eins og um daginn dreymdi mig að ég væri að fljúga í loftbelg, en ég hélt mér bara, það var engin karfa. já sem sagt soldið þreytt týpa núna...

over n out

Saturday, March 24, 2007

heimsokn

Mamma er að koma í heimsókn til mín í næsta mánuði og ætlar að taka Bessa Gaut og Tómas með.... þeir vita nú ekki af því enn en við ætlum að segja þeim í kvöld... hlakka rosa til að fá þau og þetta þýðir náttúrulega að maður þarf að skella sér á fótboltaleik með mömmu og drengina.. ekki satt.

ég er sem sagt búin að komast að því að eini leikurinn í Liverpool og nágrenni er Everton gegn man united. Skemmtilegt en verður erfitt að fá miða var mér sagt þannig að ég er búin að vera í beinu sambandi við Man united aðdáendaklúbbinn heima á íslandi og þeir eru að hjálpa mér að fá miða... sjúklega fyndið... googlaði þeim bara og fantagóð síða bara verð ég að segja. Og skjót viðibrögð.
Kæró fer til Glasgow núna á mánudag í 3 vikur að æfa og ég ætla þangað um páskana að hitta hann. Verð bara ein í kotinu á meðan og ætla að nota tímann í að experimenta með brúnkukerm og annað þvíulíkt til að fitta betur inn. nei bara djóka.

Þarf að fá mér vinnu þar sem ég geri ekki neitt spes en borgar rosa vel... any ideas.

jæja over and out...
x.

Saturday, March 17, 2007

buin að vera rosa löt að skrifa

Já ég var svo mikið að bíða eftir þér hre.

Malena og pétur komu sem sagt um daginn til að halda upp á afmæli Jökuls Orra sko..!! Rosa gaman að sjá þau. Svo skemmtileg hjón. En ég náttúrulega gleymdi myndavélinni þannig að engar myndir....

Annars er ég bara búin að vera að vinna og stússast, búið að vera svo gott veður að ég var meira að segja ekki í neinum sokkum um daginn.. svona summer stemmning.
Sem sagt ST. Patreksdagur í dag... skrúðganga... allir í bænum eru með stóra græna hatta og guinnes og fullir unglinar út um allt. Sjarmerandi as ever þessi borg. Áfram írland. Ég held ég haldi mig innandyra í kvöld.

Var að kíkja á flug fyrir mömmsu ef hún kemur í heimsókn bráðum en flugleiðir eru eitthvað að setja verðið upp. Hmm.

Maley er að fara að æfa þetta leikrit sem sagt og verður í Glasgow í 3 vikur. Þannig að ég fór nú bara að kíkja á íbúðir til sölu í Glasgow. kannski ég splæsi bara í eina og komi honum á óvart. Hann er bara heima núna að hlusta á fótboltann og marinera kjúkling. ég gaf honum ítalska uppskriftarbók í jólagjöf og hann eldar úr henni um hverja helgi. soldið sniðugt.

Var um daginn að sörfa á netinu og kíkti á allar síður hjá vinkonum mínum... hinar barnmörgu vinkonur mínar... þvílík frjósemi í gangi. Fór að sjá tvær sýningar í vikunni...en var ekkert allt of hrifin.

Enn streyma fjögra laufa álfarnir inn. Fullir unglingar ussuusuuusususs... þegar ég var unglingur byrjaði ég ekki að drekka fyrr en um 15... smyglaði inn rússnesku vodka frá þýskalandi þar sem ég hafði verið að vinna í bakaríi og drakk það heima hjá Ingu í partýi. massa hress.

sumar vinkonur mínar byrjuðu að drekka aðeins fyrr... fóru í bíó með sítrónu og tequila og filmuglös til að nota sem staup. Vantaði svo eitthvað til að skera sítrónuna og fóru í afgreiðsluna og báðu um skæri!!??? til að klippa sítrónuna...sjálfsbjargarviðleitning í lagi hjá þeim sko.. svaka dannaðar... gengur ekkert að vera unglingur á fyrsta fylliríinu og ekki hafa sítrónu með tequilanu sem var stolið frá foreldrunum... nei. Og svo voru þær með salt í poka líka.
Svo smart vinkonur mínar... eins og næstum tveggja barna mæður í dag. Sem sagt byrjuðu á undan mér að drekka og eignast börn.. ég held ég sé svona late bloomer.

En skemmtilegastar í heimi samt.

verð duglegri núna
xx
sol

Thursday, March 1, 2007

jammmog jæja

Já komin aftur og það er bara fínt. Maður fær svo mikla orku af að vera heima.. nú finnst mér ég bara geta gert allt í heiminum, kannski af því að ég var bara að slappa af í tíu daga og svona dúllast heima. Það er eins og dagarnir séu lengri á Íslandi en í Liverpool... og það er kannski af því ég vaki lengur á kvöldin heima á Íslandi. Var einmitt til klukkan fjögur um nóttina að hanga með mömmu og horfa á Óskarinn. Svo fínir kjólar!!! ha!! Svo gasalega lekkerar píur þessar ammerísku leikkonur. Gaman að þessu.

Maley var rosa glaður að sjá mig..búinn að kaupa í matinn og gera allt fínt.... en ég svona þurfti að hafa soldið fyrir honum... hann þurfti sotla athygli...ég held hann hafi saknað mín soldið. Svo er hann bara farinn til London að hitta leikara og leikkonur fyrir verk sem hann er að setja upp nú í vor.. skil nú ekkert hvað hann þarf að fara alla leið þangað þegar hann er með fullkomlega frábæra leikkonu beint fyrir framan hann allan liðlangan daginn hér í Liverpoooooollllll!!!! Verst hvað írski Cork hreimurinn minn fer mikið út í Indverskan hreim. Endar alltaf þar. Minnir mig á það...rúna verði ykkur bara að góðu með indverska matinn um daginn!! Maður býður sjálfum sér í mat og er svo bara sendur út á austurlandahraðlestina með rúllur í hárinu(já ég var sko með rúllur í hárinu!!) og þarf líka að borga. Haldiðaða sé!! En hann kemur aftur á morgun.

En mikið var samt huggulegt að koma heim og ég vildi ég gæti það bara um hverja helgi. Helgi.

Svo hitti ég hann Hannes (vinur minn í 3ja sæti í íslensku eurovision sko!!) og við fengum okkur kaffi á Leifsstöð og ég keypti mér svona baugafelara og gloss. Hitti líka hann Kjartan sem er að læra í Liverpool og við ætlum í bjór einhverntíma og ætlum að halda íslendingaeurovisionparty hér í Liverpool. Malena og Pétur eru að koma á leik um helgina þannig já það er bara allt að gerast hérna...
Keypti mér 2 kjóla í second hand búð áðan massa flottir og 17 pund, practically given.
over and out.