Jæja, ég var svo lukkunnar ánægð með öll kommenntin að ég verð að halda þessu áfram. Komst reyndar í smá bobba því ég vissi ekki hvernig ég átti að finna aftur þetta blogg sem ég byrjaði á en svo gekk það. Og ég gat líka loksins opnað bumsjakabloggið okkar vinkvennanna. Eins gott að ég hef svona mikinn tíma til að vafra á netinu. Núna er ég t.d. að tala við hann bessa minn á netinu og hann er að senda mér myndir frá hawaí af mömmu sinni held ég. Meira krúttið, vélritar rosa hægt en er rosa duglegur.
Jæja og hvað er svo að frétta.. sko ég er búina að finna alveg rosalega flottan gulan kjól sem mig langar svooo í. Hann er æði.
Svo fór ég í hádegismat með Maley sem var voda huggó og sit núna á kaffihúsinu og er að tölvast.
en ég er ekkert bara að hanga samt... fer í viðtal í Waterstones á þriðjudaginn, fyrir svona jóladjobb og svo á miðvikudaginn er ég að fara í viðtal út af leikaravinnu. Svona skólatúr eitthvað. Gæti samt verið mjög gott til að æfa sig í að tala almennilega ensku aftur. Þriggja milljón króna fína drottningarenskan mín er svoleiðis fokin út í veður og vind og nú ræður íslenski hreimurinn ríkjum í kroppnum, sem er mjög gott því ég skil ekki liverpool búa og þeir ekki mig, þannig að við þurfum bara ekkert að tala saman..
krúsí bessi er að senda mér myndir af rúnu og ömmu, þ.e. mömmu. Og hann er líka að læra. Hann er svo skemmtilegur. Erna var líka að segja mér svo skemmtilega sögu af Sverri en ég má nú ekkert segja hana....
Já hvað meira, ég ætla að fara að kaupa myndvéla dót til að geta tekið skemmtilegar myndir og sýnt.
fór í bíó í gær á breaking and entering... með jude law.. mér finnst hann bara ekkert sætur. Ég er kannski meira fyrir öðruvísi týpur. Hann er allt of fínn eitthvað... og svo var líka robin wright penn í myndinni... hún er voða sæt og rosa flott en lítur alltaf út fyrir að hún sé alveg að fara að gráta, svolítið svona eins og í den þegar hún var í þáttunum þarna með Eden og Cruz.. hvað hétu þeir aftur? Alveg dottið úr mér. Oh nú get ég ekki hugsað um annað..., texta Hrefnu í danmörku sem mun svara skjótt og þá get ég haft það sem lokaorðin í dag.
Sem sagt, allt fínt, tók gild systraorðin og er nú búin að opna fyrir comment á alla. Bessi er hress og er að læra, sendi mér blikkandi kall á sundskýlunni, hann er soddan sjarmör og nú er mamma hans komin heim. Bölvað vesen, ég er ekki með nóg kredid til að senda Hrefnu sms þannig að við bíðum bara spennt eftir kommentum. AHHHH þarna kom það SANTA BARBARA... nema hvað...æskuminningar hverfa ekki svo glatt!!!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Sakna þín.
xxx
Ég hefði sko svarað þessu um hæl, ég hringdi í stöð 2 og kvartaði þegar Santa Barb. hætti. Robin hét einmitt Kelly Capwell í þessu þáttum og átti aldeilis ekki sjö dagana sæla.
Hæ sætilíus. Er á næturvakt og kíkti á bloggið. Rúna sagði mér frá;-) E.A. var ótrúlega fallegur í dag í afmælisveislunni eins og hann á ættir til.... Hurðu, gáðu hvort það séu til eldgamlir þættir af Upstairs, downstairs í lovely liverpool. Á helst minna en 90 pund!!! Mig langar að gefa mútter þá, svona nostalgia. Sakna þín, blóm. Ransý...
Verð nú líka aðeins að kommenta á Santa Barbara, en þátturinn þegar Mary dó (hans Masons) var bara með þeim sorglegri sem ég hafði séð á ævinni (í den sko). Grét alveg úr mér augun.
Já hver man ekki eftir Santa Barbara :)
Ég sé þig alveg fyrir mér Hre að kvarta við Stöð 2 hahaha.
Við viljum myndir inn. sýndu okkur íbúðin og hvernig tískan er í Liverpool.
kv
Malena
OH - Santa barbara nostalgía sóla! (þó svo ég sé 26 ára má ég fá nostalgíu:o)
Sakna þín allt allt of mikið, elsku Sól. Já, sammála Malenu með myndirnar - koma svo!
xx Rúna
HÆ sól!
Síminn minn varð batteryslaus þegar ég var að senda þér sms.. vonandi fékkstu það samt:o)
xx Rúna
nú er maður orðinn þokkalega æstur í meira blogg OG myndir. koma svo Sóla
Post a Comment