Friday, August 24, 2007

komin ut aftur



já komin út til Liverpool. Og það er gott. Er eitthvað megaþreytt eftir flugið. Svaf til 13.00 í dag og langar bara aftur upp í rúm. Rölti um og kíkti í búðir en langar ekki í neitt.. lúxusvandamál það.

Fór sem sagt út aftur til að lesa inn á IKEA auglýsingu sem á að sýna í sjónvarpi og Bíó her í the UK. massafínt. Búin að vera ótrúleg vika, ég held ég sé búin að vinna mér inn milljón á einni viku! án gríns, ef þetta gengur eftir með auglýsinguna... já svona er þetta, annaðhvort í ökkla eða eyra. Það bætir upp meðallaunin á 750 já tímann í delíinu. heheh. Fór með Einar Arnar í bæinn á gaypride og tók þessa mynd af honum. sætur eða hvað? Litli dúllin.. hann er farinn að segja Pabbi!! föðurnum til mikillar gleði. þá kann hann sem sagt tvö orð... pabbi og mamma! Duglegur. Var svo að byrja á leikskóla og verður altalandi í næsta mánuði spái ég. ...heheh heyra í mér stoltu frænkunni.

jæja spennt að sjá hvort einhver skilur eftir komment til að ég viti hvort einhver les eða ekki. Ekki búin að blogga rosa lengi!!!

já og er sem sagt að fara heim aftur í næstu viku að æfa Blackbird í hafnarfirðinum!! Allir í leikhús í haust!! over and out.

ps. ekki fallegur himinn?

9 comments:

Magga said...

Hæ Sólveig mín!
Ég fylgist nú alltaf reglulega með blogginu þínu, Sólveig mín!
Flottar myndir og frændi þinn er ekkert smá töff!
Hlakka til að sjá ykkur í næstu viku!
Knús
Magga

Hrefna said...

Ég kíki alltaf líka, missi sko ekki trúna á minni konu. Gott að þú færð smá penge...veitir ekki af. EAS er algjör dúlli þarna.
knús
Hrefna

Agusta said...

Hæ hæ ég kíki alltaf þegar þú ert úti, sjaldnar (eða ekki) þegar þú ert heima því þá skrifarðu ekkert hehe.
Til lukku með alla peningana, já svona er að vera listamaður, misvelborguð gigg, ökkli eða eyra, blankheit og ríkidæmi á víxl :o)
Gangi þér vel að lesa fyrir Ikea og hlakka til að sjá þig í næstu viku!
xx
Ágústa

p.s. Kristín er loksins komin með tennur og þær eru þrjár hvorki meira né minna :o)

AnnaKatrin said...

hæ hæ elsku Sólveig, auðvitað les ég alltaf bloggið þitt. Það er gaman, og væri náttúrulega enn skemmtilegra að fá oftar innsýn í líf þitt, a.m.k. í vefheimum.

En hvað um það, himininn er fallegur. Líka hjá mér núna þegar ég lít út um gluggann. Hafðu það gott og gangi þér vel.
ak

Anonymous said...

Elsku Sóla, ég vildi nú heldur skrifa þér með bleki á pappír!Var að koma frá Stokkseyri með 4 stykki,en mömmurnar voru á Stuðmannaballi á Seltj.Rúna er að hjálpa mér með uppsetningu á vísunum mínum fr. 40ára útskriftina. Sakna þín, sé þig,sæki þig? Elska þigxxmamma

Sigga Björg said...

Ég kíki líka alltaf reglulega á þig sæta...en ég er meira svona...leynigestur...hérna í bloggheimunum...
heyri í þér áðuren þú ferð héðan af landi brott...þín verður saknað hérnamegin við sjóinn..
xxS

Unknown said...

Hæ hó Sólveig mín,
auðvitað fylgist maður með "de liverpool wo-maan" og mikið gleður það mitt litla leikarahjarta að heyra að einhver skuli vera að fá einhvern smá aur í þessum bransa (..sagði leikarinn þreyttur á harkinu). Einhverjar mótleikarafréttir fyrir Hafnafjörðinn?
Hlakka til að sjá þig.
xxmek

Anonymous said...

Hæ Sóla mín. Var að hugsa til þín, ekkert heyrt af þér lengi. Skoðaði því hvort einhverjar fréttir væru á blogginu þínu. Ég er ótrúlega ánægð með þig og þessa IKEA-vinnu:)Allt fínt að frétta hjá mér og mínum.
Koss,
Erna systir.

AnnaKatrin said...

var hugsað til þín í dag, vona að fyrsti skóladagurinn hafi verið ánægjulegur og að íbúðin sé orðin hrein og fín. Takk fyrir síðast.
ak