Thursday, December 13, 2007

Ein að missa sig í fyndni...

er að verða vitlaus. Ég nenni aldrei að opna svona skemmtipósta og forward frá fólki þar sem ég á að svara einhverju um eitthvað. Svo sendi systa mér álfadansinn og ég dó.

Sat til tvo í nótt að föndra álfa og mér finnst þetta endalaust fyndið.

Jólajólastuð!!
Þetta eru sem sagt pörupiltarnir í jólastuði!!

http://www.elfyourself.com/?id=1344302383


Ps. Fór á Láp og Skráp og jólaskapið í Skemmtihúsinu, jólaleikrit sem sýnt er kl. 18.00 fyrir börn og fullorðna og það er svo skemmtilegt. Mæli með því að fólk fari og taki krílin eða bara skemmtilegt að fara sjálf. Miðasala í skemmtihúsinu frá 17 alla daga. Bara láta vita því þetta var svo gaman.

Fór með Guðmund Inga og Einar Arnar, sem var nýkominn af leikskólanum svo ég varð að skipta á honum...og frænkan ekki með bleyju þannig við skelltum einu dömubindi á barnið, hann alsæll lofaði að láta vita og svona.. soldið erfitt samt þegar maður er bara 2ja ára og talar ekki mikið af sér, hann kann sko ekkert mikið að tala en skilur allt.. svo við skelltum okkur í leikhúsið í götunni, nema hvað þá var bara jólaball í fullum gangi niðri, eitthvert fyrirtæki búið að kaupa sýninguna en það er náttúrulega ekki hægt að fara ekki í leikhúsið þegar búið er að lofa krílunum og maður kominn á staðinn og fullt af börnum í fínum jólafötum og jólatré og jólasveinn og kona í rauðum kjól að syngja jólalög og allir að fara að sjá leikritið uppi. Guðmundur Ingi er svo auðveldlega ástfanginn að hann var dolfallin yfir söngkonunni og spurði.. Hvað heitir hún!!.

Nei ekki hægt að fara þá bara heim, þannig við bara gerðumst boðflennur í jólapartýi hjá einhverju fyrirtæki, fengum nammi og horfðum á leikritið í stígvélum með leikskólaskítinn og dömubindi innan um öll fallegu jólabörnin. Maður á náttúrulega ekki að segja frá þessu... Það var meira segja ekkert pisssað í sig fyrr en leikritið var búið, og þá vorum við hvort eð er að fara heim í bað!! Hann er að verða alvanur leikhúsáhorfandi hann litli 2ja ára.
En það var rosalega gaman og svo borguðum við bara eftir á, krílin alsæl, og ég líka. Lápur og Skrápur komu okkur svo sannarlega í jólaskap, vona að pörupiltar komi ykkur í jólaskap!!!





ok jólarokkk!!!

4 comments:

Anonymous said...

Yndi.
xx Ágústa

Rúna said...

Ekki skrýtið að þú sért uppáhaldið hans:o)

xx Rúna

hann er nú skapur að biðja um dömubindi til að redda fyrir bleyjuleysið

Anonymous said...

Vá hvað þú ert góð frænka....
Hrefna

Rúna said...

Hmm.. sól! voru jólin ekki fyrir mánuði síðan?

xx Rúna