Thursday, December 6, 2007

I´m back!!!




Skvísuferðin til Glasgow var alveg rosalega skemmtileg... nú skil ég hvað er átt við með húsmæðraorlofi, það er nú bara nauðsynlegt fyrir ungar konur, já konur bara á öllum aldri að fara í svona stelpuferð. Og borða góðan mat, versla smá, gráta smá og hlæja mikið. Það er nú bara þannig. Takk fyrir mig kæru vinkonur!

Eitt sem ég mæli með er að fara á mother india Cafe að borða. Besti indverski matur í heimi. já það er nú bara þannig líka. Þá t.d. var ég næstum því farin að gráta, af því maturinn var svo góður. eins og kæró segir við mig.. you´d go with anyone that feeds you.. en hann fattar ekki að það á líka við um skoska hreiminn, ég sver það!!! Ég var næstum því flutt inn með strætóbílstjóranum sem keyrði okkur Ágústu frá flugvellinum og að íbúðinni okkar. Jeminn, contról jorself vúman!! Fimmtugur sköllótur með ístru og geeeðððveikan glasgow hreim.. hehehgaman að þessu.

Er semsagt í Liverpool núna og er að læra fyrir munnlegt próf í Alþjóðasamskiptakúrsinum mínum.. Veit ekki ... mér finnst alltaf eitthvað smá dónó við að segja munnlegt próf... sammála? eða er þetta bara ég?

Já ok þetta er bara ég.
Annars sef ég líka svolítið mikið út núna þessa dagana og lakkaði á mér neglurnar með rauðu lakki. Frekar fínt bara við nýja dökka hárið mitt. Mér líður miklu meira eins og konu svona dökkhærðari heldur en stelpu. Kannski líka aldurinn..

jæja allir bara hressir?
Ég er bara hress, búin að læra fullt en á fullt eftir. Svo þetta er nóg í bili, smelli kannski einni mynd í viðbót með.


oh gekk ekki.. reyni seinna.
over and out..
x sóla sól í liverliv.

2 comments:

Anonymous said...

Snúllisnúll...
Nanna átti myndardreng á þriðjudagsmorgun. Bráðakeisari, allir glaðir og hressir.
Ég lagði inn á þig 50 kúlur, Expó peningar. Þúsund þakkir fyrir hjálpina meðan ég var í sveitinni. Bið að heilsa mailey. Hvenær komiði heim? Verðum nú að taka matarboð, ef tími til gefst. Kannski kvartar geðsjúklingurinn niðri!... eða við borðum bara heima hjá ykkur...
xx Maja

Hrefna said...

Takk líka fyrir síðast, það var æði. Get ekki hætt að hugsa um mother india. svo gott og þú varst jafn mikið æði og mig minnti. Hárið þitt alveg klikk flott...alveg eins mamma þín var þegar hún var 30...eða það ímynda ég mér sko