Jæja, þá er maður bara búin að kaupa jólagjafirnar í ár.. ja svona að mestu. Það er alveg ótrúlega gaman finnst mér að finna gjafir fyrir fólk sem manni þykur vænt um. Ég fór út í morgun... ok í hádeginu..í smá stressi að ætla að svona rigga þessu af.. en svo er þetta svo skemmtilegt. Það er ótrúlega skemmtilegt að máta og leita að dóti og finna hvað passar hverjum og svona. Og ég er ánægð með þetta. Ég og Rúna gefum sko saman, af því við erum systur, og hún er í prófum þannig að ég sé um að velja mest af þessu.
Við ætlum að hafa kalkún á jólunum okkar hérna í Liverpool. Ég kann samt ekki að elda kalkún en mamma ætlar að senda mér uppskrift. Og ég er voða sátt við að ætla að elda sjálf..grunar samt að kæró eigi eftir að taka smá yfir en maður er nú að verða þrítugur þannig að það má nú ekki mikið seinna vera að skella sér í kalkúninn. Kæró var eitthvað að tala um gæs eða eitthvað en ég er ekkert allt of spennt fyrir gæs eða önd eða einhverju svoleiðis.. ég þoli svo illa bragð af villtu eða dökku kjöti.. svona lifrarbragð ..oj, var pínd til að borða þetta í æsku og hef ekki enn náð mér. En í lagi að öðru leyti eftir æsku mína.
og þá að tilgangi og leit að tilgangi..
ég horfði nefnilega á Grizzly Man í gær..
mögnuð mynd um mann sem bjó á sumrin með björnum og talaði við þá, og gaf þeim nafn og tók upp fullt á myndavél. Hann fór upp til bjarnanna þrettán sumur í röð, einhvers staðar í Alaska, eignaðis ref sem vin og talaði við dýrin og svona, eitt sumar var lítið búið að rigna og hann sat inni í tjaldi og öskraði á guðina að það vantaði rigningu til að fiskarnir gætu stokkið upp árnar og birnirnir fengju þannig að borða. Og það byrjaði að rigna. Hann var náttúrulega kolruglaður maðurinn. Alveg kolklikk. Leikari sem átti víst að hafa verið 2 í röðinni á eftir woody harelson að fá hlutverkið í Staupasteini.. en það er kannski önnur saga. Endaði með því að hann og kærastan hans voru étin af birni. Ekki skrítið. Talandi við villta birni 13 sumur í röð.. óhappa 13. Eða kannski happa, af því myndin sýnir mann sem finnur sér tilgang í lífinu. Hann heldur virkilega að hann sé að vernda birnina, þó svo þetta sé friðaður garður sem þeir búa í.. svona national Park. Merkilegt hvað það er til mikið af fólki í heiminum. Og er þetta ekki svolítið málið? Við erum öll hérna.. til hvers? Þess vegna finnum við okkur tilgang.. með því að læra eitthvað sem skiptir máli, og vinna við það, ferðast, berjast fyrir því sem við trúum á, eignast börn.. þau gefa manni tilgang er það ekki? Einhver sem þarf á manni að halda. Vera ástfangin og vera í sambandi, þá er tilgangur. Lesa bækur, það er hægt að finna tilgang á margan hátt held ég. Og þessi maður í myndinni hann fann sinn með því að vernda birni.. sem þurfti í raun ekki að vernda en þetta gaf lífi hans tilgang... og svo var hann auðvitað étinn.
En
allavega. Grizzly man, heimildarmynd eftir Vernard Herzog... kíkið á hana ef þið getið. Mjög spes.
Og talandi um að kalla fram rigningu þá man ég þegar verið var að mála sæbraut 13 hjá Hrefnu um sumar og ekki ský á himni. Við áttum að vera úti að leika í góða veðrinu en vildum inn. Fundum því járnsmið og drápum hann. Fundum annan til öryggis og drápum hann líka. Og viti menn. Rigningin kom og við fengum inn. Og þau þurftu að stoppa málninguna. Við hæstánægðar yfir þessu.
Maðurinn og náttúran. Manstu? Já svona var brallað.