Jæja þetta eru myndir af húsinu mínu.. ekki stórt? Við búum efst uppi og þetta er lítil stúdíó íbúð á tveimur hæðum, uppi er eldhús og stofa.. svona opið með þakgluggum og niðri er svo bað og svefnherbergi.
stór hringstigi niður en það er líka lyfta. sem sagt mjög huggulegt. Okkur vantar bara nokkrar hillur og kannski skrifborð jafnvel. Ikea er rétt hjá Manchester og stefnan er tekin þangað einhverntíma eftir áramót. javel.
Er að fá mér kartöflu súpu sem smakkast svona lukkunnar vel. Ákvað með sjálfri mér að baka sörur. Höfum gert það saman systurnar sl. jól endum alltaf á því að gera alltof margar og allt of stórar. Þær ættu að rennaljúflega niður. Vantar bara uppskrift, og svo verða sörur reddy á mánudag, þriðjudag. Maley horfir alltaf á mig með svona vantrúar - samt reyna að vera jákvæður þegar ég segist ætla að baka...svolítið svona eins og mamma... nema hún segir..viltu ekki biðja rúnu um að gera það frekar. Hvorugt hefur mikla trú á bökunarhæfileikum mínum. Sjáum hvað setur.
Hlakka til jólanna ennþá.
sólveig
7 comments:
Rosa kósí hjá ykkur! Áfram, áfram bakarastúlka! Hef fulla trú á þér í bakstrinum baby... og þú alltaf jafn bjartsýn! Flott hjá þér elskan, ég er svo stolt af þér! Ef síðan illa gengur þá er svo fínt að hafa æft sig og þá gengur betur næst :)
Knús, Maja
p.s. Krissi og Ari biðja að heilsa. Jahá!
þú ert sko bara afbragðsbakari... hefur kannski ekki gert mikið af því en ég veit ekki betur en að þú hafir bakað geðveika eplaköku rétt áður en þú fórst út? Anna Katrín og Arna geta staðfest það:o)
Ýkt kósí íbúðin ykkar - settu líka mynd af þér svo EA gleymi ekki andlitinu þínu, ehhe
xx Rúna
p.s. til að halda þemanu þá biðja Sverrir og Einar Arnar að heilsa!
Orð síðasta ræðumanns eru staðfest hér með.
Ást í poka.
ak
Hehe ég man þegar við ætluðum að baka á Sæbrautinni og þú settir skálina af stað (á hæsta) með bara þurrefnunum og einu eggi og allt hvetið flaug uppúr og út um allt :) En kakan varð mjög góð sælla minninga !
Gangi þér vel að baka sörur, þær verða pottþétt æðislegar hjá þér.
Knús og kossar
Ágústa og eðli málsins samkvæmt þá biðja Matti og Kristín Þura að heilsa ;)
Hæ sæta aftur, er að tala við mömmu í símann og lesa smá af blogginu þínu fyrir hana og þetta á ég að skrifa frá henni:
Ég fór niður í geymslu með Ransý í gær og þegar ég sá allt þetta geymsludót trilluðu tákin... þarf ekki mikið til, bara geymsludót. Svo var hún að spyrja Ransý og Ernu hvort þær hafi heyrt í þér því hún verður óróleg ef hún heyrir ekki í þér lengi, samt svo ánægð ef þú ert ánægð.
xx mamma
.. og rúna
Æ mömmuhjörtun eru svo viðkvæm. Get ímyndað mér að ég yrði líka óróleg ef Kristín Þura flytti erlendis ;) En það er nú langt í svoleiðis áhyggjur....
Vildi bara segja að ég var að hugsa til þín núna, við Matti erum að taka til og ég væri nett til í að geta lagst upp í sófa og horft á hann taka til, en það eru víst forréttindi sem ég hef bara hjá þér *knús*
Post a Comment