
Haddý ömmusystir krútt!
Það er svo gaman að fá svona komment frá ykkur líka. Takk fyrir þau. Mjög skemmtileg enda skemmtilegar vinkonur og systur sem ég á.. já maður er ríkur.
Talaði við mömmu og ransý í morgun áður en þær lögðu af stað. Verður örugglega gaman hjá þeim í Heidelberg á jólamarkaðinum.
Jú jú jólastemmningin svífur yfir vötnum hér.. það eru allir úti að versla.. fólk verður nú svolítið brjálað í þessu hafaríi. Minna má nú vera...en mér finnst jólin skemmtileg. Ég ætla að kaupa lítið jólatré og skreyta og borða góðan mat og horfa á nýja sjónvarpið okkar...jú jú ASDA ferðin endaði auðvitað með að kaupa 21 tommu nýtt sjónvarp, 3 rauðvínsflöskur, bjór, krydd, dósamat, nautakjöt í frystinn, snakk, einhvern ógeðslegan lauk sem maley vildi endilega kaupa...jólalaukur í krukku..allavega, lasagnamót og uppvöskunargrind og fleira og fleira skemmtilegt. Sumt fór í jólaskápinn og annað í venjulegu skápana. Sannkallaðir jólaálfar.. Svo fórum við á markaðinn sem var að opna og ég fékk stóra þýska kryddpulsu í brauði og svo fórum við og fengum okkur rauðvínsglas og svo heim og elduðum. Það er allt opið til 21 á fimmtudögum sko.
Svo sá ég líka túlípana til sölu og þeir koma nú venjulega ekki fyrr en í janúar en þar sem ég keypti mér jólastjörnu um daginn ætla ég að bíða með túlípanana. Rímar við bananana. hahah brandarakellingin ég ha!!
Já hann krúsí litli Einar Arnar á svo afmæli á sunnudaginn. Ég er búin að senda smá pakka en hann kemur líklega ekki fyrr en í næstu viku. En hér er mynd af lille prinsen.
já sem sagt þá er heimilisfangið mitt
flat 33,
1. Crosshall Street
L16DQ
Liverpool
England.
Knús og kossar
Sólveig
2 comments:
Vei! hvað þú ert dugleg að blogga, ég er bara ánægð með að þú sért ekki að gera mikið þarna úti svo þú getir bloggað á hverjum degi;o)
Já, svona er maður eigingjarn, sys!
Krúttí mynd af EA, var líka að setja inn myndband af honum - þú getur kíkt á það og heyrt hann kvarta og segja mamamamma, hljómar eins og mamma í mínum eyrum en dæmi hver eins og hann vill, hehe.
Jæja, spennandi föstudagskvöld hjá okkur hjónunum, situm og lærum, borðum ís og drekkum te.
lovya,
xx Rúna
Er brjálað að gera ? Hvernig er í nýju vinnunni ? Blogg óskast :)
Post a Comment