Wednesday, December 6, 2006

allt að verða vitlaust...

nei bara smá, er byrjuð að vinna og það er mjög gaman. Svo mikið af skemmtilegum bókum. allir í vinnunni voða næs, ég er núna í hádegismatnum mínum. Maley búinn að vera veikur... kveinkar sér mikið og talar um malaríu...það er svona stundum.

Las bókina The blind assassin... mjög góð, las alveg fram á nætur alla helgina... elska að detta í svona sögur. mæli með henni eftir margret atwood...heyra í mér nýbyrjuð í bókabúð týpan að mæla með bókum...hef nú ekki verið hinn mesti lestrarhestur sl.ár.

og hvað meir? fullt af bókum. Hér er líka fullt af búðum til að versla í. Og ég skal skrifa meira seinna.


Soldið tricky að vinna svona frá 11.. ég fer nú ekki beint að vakna 9 til að fara að blogga og eftir 7.30 þá er kannski búið að loka... en ég verð samt dugleg áfram.

sakna ykkar allra rosa mikið
xx
sol

ps. erfitt að skilja liverpool búa... allt svona chhh kkkkhhhh shhhckkkcckkshhhk

5 comments:

AnnaKatrin said...

já, ég fíla líka Margaret Atwood. The Edible Woman er mér minnisstæð.
Ást og friður.
ak

AnnaKatrin said...

jú, cat´s eye var líka góð.
ok bæ.

Hrefna said...

Gott að heyra um nýju vinnuna. Samt frekar vonsvikin að ekki var minnst á mig í þessari færslu eins og held ég bara öllum hingað til. Mjög krúttó

Agusta said...

Ohh gaman að heyra frá þér elskan mín, ég kíki á bloggið þitt á hverjum degi :)
Verð að reyna að lesa þessar bækur einn góðan veðurdag þegar gullklumpurinn er farin að sofa meira :) Var að setja inn nýjar myndir í gær btw.
Vildi að ég gæti heimsótt þig í bókabúðina...
xxx
Ágú

www.kristinthuridur.barnaland.is

Rúna said...

hæ sæta!
Gæfi hægri hendi fyrir að vera ekki í prófum, komin með upp í kok og til baka af prófleiða: ekkert smá huggó að geta lesið bók, unnið og notið jólanna án prófstresss .. sakna þín mikið mikið já og þú verður að halda áfram að blogga, þýðir ekki að koma manni á bragðið og hætta svo;o)

Njóttu nýju vinnunnar elsku sól

xx Rúna

p.s. minni á myndirnar, settu inn sem fyrst!