Jæja þá fara jólin bara að koma bráðum ha. Sörurnar eru mjög góðar, ég er samt ekki búin að borða mikið af þeim, ég borðaði svo mikið deig þegar ég var að baka. Og smjörkrem líka. En mjög fínar samt sem áður, bíða hressar í frystinum eftir að við hjónakornin fáum okkur annað kvöld og á sunnudaginn.
ég er að vinna á morgun til hálfsex en við ætlum að hafa huggulegan mat þá um kvöldið, lax og eitthvað en svo rækjukokteil, önd, ostaköku, kex og osta og rauðvín og sörur auðvitað á sunnudaginn. Því þá er 25 og þá eru jólin hér.
Gott að prófa svona jól og svo hafa bara íslensk jól það sem eftir er... er það ekki? jú það held ég bara.
Fór í gær og keypti gjöf fyrir Maley, keypti voða flott útvarp sem hann er búinn að vera að tala um soldið lengi og er svo að spá í að kaupa kannski kokkabók.
Fór í gær út að borða með vinnufélögum mínum úr bókabúðinni. Mjög fyndið. Það eru allir svo hressir, og svona týpiskar liverpool gellur eru það besta. tala hátt, djamma hátt, klæða sig mjög takmarkað og mála sig mikið. en mjög skemmtilegar. Annars eru fáar svoleiðis í svona bókaormabúð.
í nótt dreymdi mig að ég væri að leika konunna hans Ricky Gervais í nýjum þáttum sem hann var að gera... office gaurinn. og ég hló og hló.. já við ricky hlógum og hlógum. og ég vaknaði svo glöð. Maley vaknaði líka glaður, sagðist elska mig þvíi hann var að dreyma mig... ekkert spes, ég var bara alltaf allstaðar í draumnum.. alveg eins og í lífinu sagði hann. Mér fannst það góð byrjun á deginum. Hann fór á fótboltaleik.. 3ja sinn sem hann reynir að sjá þennan sama leik, fyrst var rigning, svo þoka þannig að leiknum var alltaf frestað. Vona að það gangi núna. Svo eigum við deit í kvöld saman. Annars erum við voða heimakær orðin, komin með jólatré sem er pínulítið gervitré með fullt af ljósum.
Elsku vinkonur og systur... gleðileg jól.
ástarkveðjur
Sólveig.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
hæ sys - gleðileg jól til þín líka, veit samt að ég heyri í þér á morgun og segi gleðileg jól svona í alvörunni. Erum bara heima, Sverrir að strauja nýju jólasængurfötin og ég að skrifa á korin frá okkur - og ykkur Maley. Jæja, eigðu góðan dag á morgun, aðfangadag og heyri í þér þegar líður á kvöldið.
xx Rúna
p.s. EA er að verða veikur litla greyið, held hann sé kominn með hita... kannski jólastressið að fara með hann, hehehehe
Mér finnst þetta svo fínt Þorláksmessuljóð. Gleðileg jól kæra vinkona Sólveig.
Þorlákur helgi
Komu jól með kólguhríð,
krapafærð og elgi.
Þá var uppi á þeirri tíð
Þorlákur hinn helgi.
Vetrarmáni bleikur brann,
braust í skýjareki.
Geislum laust á lúinn mann,
sem leitaði að spreki.
Biskup leit um skefldan skjá,
skjótt hann manninn kenndi.
“Honum verður lið að ljá,
líkn og náðarhendi.
Heima bíða börnin mörg,
búið hans er þrotið.
Veitið þessum bónda björg,
berið ljós í kotið.”
“Takið reykta síðu af sauð,
súra bringukolla,
lundabagga, laufabrauð
og lifrarpylsu holla.
Á eldinn berið birkilurk,
bærinn hans svo hlýni,
og gleymið ekki að gefa slurk
af gömlu brennivíni.”
“Nú er ekki ferðafært
fyrir skepnur neinar.
Það er engum úti vært.”
ansa biskupssveinar.
“Fetið þá í fótspor mín
fram um hörsl og klaka,
og drekkið meira messuvín,
mun þá engan saka.”
Biskup undan öðrum fór,
ylur var í spori.
Það var eins og þegar snjór
þiðnar burt að vori.
Þannig góðum gengur vel,
sem gefa af mildi sinni.
Heiðrum göfugt hugarþel,
höldum Þorláks minni.
Sturla Friðriksson. Ljóð líðandi stundar,1997.
Sérhver byrjun lífsins er töfrum gædd.
Jólakveðja frá Ljósálfi
Gleðileg jól elsku Sólveig mín. Hafðu það rosa gott og vonandi heppnast þetta allt sem allra best. Við fengum Önd í gær og það var bara rosa gott í gær. Arna rosa mikið hnoss að opna jólapakkana. knús knús Hrefna
Gleðileg jól elsku Sóla, er að fara að borða hangikjöt og laufabrauð, ekta jóla jóla, erum búin að hafa það fínt hérna um jólin, bara afslappelsi og át.
Knús og kossar
Ásdís
Gleðilega hátíð Sólveig mín,
vonandi höfðu þið það gott um jólin. Viltu senda mér símanúmerið þitt á gmailið mitt
kv
Malena
Post a Comment