Og ég sem tók bara með mér kjóla, léttan jakka og svona... gat ekki ákveðið hvort ég átti að taka rauðu sandalana eða gulu skóna mína.. báðir álíka sumarlegir þannig ég tók bara báða!!! voru samt notaðir... á leiðinni í morgunmatinn en ekkert úti því það snjóaði takk fyrir daginn sem ég kom, svo á laugardaginum var líka kalt en samt sól og fínt og við fórum og skoðuðm La Alahambra sem er gömul höll uppi á hæðinni, yndislegt útsýni og ótrúleg bygging.
á sunnudeginum fórum við niður að ströndinni og massa rok en samt alveg svona 14 stiga hiti. Svo á mánudeginum rigndi bara allan daginn þannig við fórum í Arabísk böð og fengum nudd og svona huggulegheit.
Sem betur fer var Maite með hlýja peysu til að lána mér. Annars hefði ég bara orðið úti þarna á spáni. Takið eftir Graffiti myndunum.. mér fannst þær svo flottar. út um allt.
Það er rosalega fallegt samt í Granda og ég mæli eindregið með ferð þangað fyrir hvern sem er. Góður matur og góð sangria. Og þegar maður fer yfir götuna þá labbar græni kallinn... bara svona venjulega og fyrir ofan eru sekúndur.. hvað þú hefur langan tíma til að fara yfir götuna. Svo þegar svona 7 sek eru eftir byrjar hann að hlaupa... mér fannst þetta svo hrikalega fyndið að ég tók video af þessu og ætla að reyna að setja á heimasíðuna en þangað til verða myndirnar bara að duga.
Hvað meira? jú við fórum og sáum flamengo dansara og söngvara... rosa flott og svo mikil innlifun... myndi samt ekki einhvern veginn virka t.d. hjá bretum eða okkur íslendingum að syngja með svona mikilli innlifun um tunglið og ástina.... la luna la amore... ég skil smá spænsku sko!!
Og alls staðar appelsínutré. ég er svo hrifin af Appelsínutrjám og berjatrjám. Tók fullt af myndum af appelsínutrjánum... og hugsaði með mér ja þetta er hvergi heima... við erum meira svona kartöflur og skottís þjóð. Og ákvað með mér að læra flamengo.
Kvarthornið!!!
Já sem sagt kvarthornið að þessu sinni yfir flugi... Djöf vesen er það að geta ekki bara ferðast með þann vökva sem maður vill ferðast með.. hvers vegna þurfti nú að skemma það fyrir okkur venjulegum ferðalöngum að geta ekki keypt t.d. ólífuolíu og farið með heim.. eða ferðast með sjampó.. maður á kannski stóran brúsa og vill ekki kaupa aðra tegund. Nei nei búum til sprengju úr vökva og skemmum fyrir öllum! Og annað, sat við hliðina á stelpu á leiðinni heim og það var svo vond lykt af henni, hún notar greinilega ekki sjampó, kannski var það tekið af henni og hún neitar að kaupa nýtt...??? nei hún var svona hippatýpa... söng voða mikið og svona stemmning.
Og svo finnst mér að það eigi að klappa fyrir flugmönnum þegar þeir lenda vélinni..svona takk fyrir að ég er lifandi klapp .... það hefði getað farið illa en gekk.
og einnig að lokum þá finnst mér líka skemmtilegt þegar flugfreyjurnar sýna manni neyðarútgangana og hvernig á að blása upp vestið og svona.. þegar þær gera það í persónu þó svo Þórunn lár sé rosa sæt í flugleiðavélunum. Mér finnst hitt bara svona persónulegra eitthvað.. vitiði hvað ég meina.
Heimþrá 6,5 á skalanum einn til tíu. Æ svona sjö kannski meira....