Thursday, January 18, 2007

sol og bliða...allt i einu

Jæja hvað er að frétta þá? Bara allt fínt. Það er svo mikið rok úti að ég fauk alla leið uppeftir í vinnuna hans Maleys og fauk svo aftur til baka, hingað á kaffihúsið.

Vaknaði í morgun við símafjandann kl. 7.. hafði gleymt að slökkva á vekjaraklukkunni.. er nefnilega búin að fá nýja vinnu í svona delicatessen búð og er að vinna frá 8 til 2 eða 4. Mjög huggó búð með veitingastað uppi og fullt af girnó ostum og mat og svona, svolítið hættulegt þar sem ég þekkt fyrir ást á mat. Þegar ég sagði Maley frá vinnutímanum sprakk hann úr hlátri, hann veit að ég er meiri svona B týpa.. eða C týpa jafnvel. Og á það til að vara skapvond svona snemma. en þetta hefur bara gengið vel so far so good. Skemmtilegur vinnustaður, skemmtilegt fólk góð súpa og gott kaffi.

Allavega í morgun sá ég að maite hafði sent mér sms í gærkvöldi og sagt I have a very important question to ask you... hún er sko hálf þýsk og hálfur spánverji og þegar hún sendir svona skilaboð, stutt og skorinort þá er það þýska hliðin á henni.

Svo hringdi hún í morgun og sagði að þetta væri nú ekkert svona líf og dauða spursmál en hún hafði gefið kærastanum sínum ferð til Granada í jólagjöf, leigt bíl, bókað hótel m. morgunmat og svona æði huggó löng helgi, en hann er frá suður ameríku og fær ekki visa til að fara um helgina, tekur þrjár vikur, þannig hún bauð mér að koma með, ég þurfti bara að bóka flug sem ég og gerði bara og fer sem sagt á föstudag næstu viku til mánudagskvölds.
Rosa leiðilegt fyrir kærastann, en rosa gaman fyrir mig.. það er víst 18 til 20 stiga hiti.. og það er akkúrat það sem ég þarf.

Annars var víst saumaklúbbur og gæsun svona smá í gærkvöldi því arna er að fara að giftast Gunnari sínum á Laugardaginn og ég sendi þeim mínar bestu og innilegustu hamingjuóskir og veit að þau eiga bjarta framtíð fyrir höndum enda bæði fyrirmyndarfólk. Svona á að gera þetta.

Er í fríi á morgun og skrifa þá meira.
xx
sol

7 comments:

Arna B. said...

Vá, hvað ég öfunda þig að komast í hita, mmmm:) Og til hamingju með nýju vinnuna.

Það var rosa gaman hjá okkur stelpunum í gær. Þið eruð algjörir snillingar. Er nýkomin úr vaxi og fótsnyrtingu eins og fín frú. Takk kærlega fyrir mig.
Risaknús,
Arna

Anonymous said...

Ohhhhh heppin þú! MMmmm Granada :) Við verðum á þessum slóðum eftir rúman mánuð :)
Knús og til hamingju með nýju vinnuna, hljómar mjög vel.

Hrefna said...

Ohh en hvað það var gott að komast svona í sólina. En greyið kærastinn hennar, frekar glatað fyrir hann.

Anonymous said...

Nýtt blogg! Hvað er að gerast? Hélt þú værir bara dottin oní gulrótakremsdolluna þína og lægir þar í einhverju kóma.
Granada. Gott með þig elskan. En mér er spurn hver í veröldinni er Maite?
Og svo nýja djobbið í ostabúðinni, Liverpool er greinilega staðurinn.

Ekki fara bara með einhverri konu til Granada Sólveig, ekki einu sinni þó hún sé hálfur Þjóðverji.

Rúna said...

Vó en spennó - þú færð alltaf svo mega spennó upp í hendurnar kæra sys:o)
... þar sem sóla er ekki komin inn í þá heiðruðu reglu að svara spurningum á skilaboðakerfi þá svara ég fyrir hönd hennar. Maite er stelpa sem var með henni í leiklistarskólanum í London baby London.

p.s. elsku sól keyptum okkur áðan bíl! hann heitir ford focus og er hinn besti station bíll enda við vísitölufjölskylda.O)

vildi óska þess að þú hringdir í mig núna: koma svo vonandi virka systraskilaboðin yfir hafið...

xx

Anonymous said...

Mín kæra!

Gleður mig að þér barst kortið -tilgangnum náð!

Hafðu það gott í Liverpool - Granada... London - París - Róm!!! Væri alveg til í smá hita eftir kuldakastið hérna á skerinu.

Asdis said...

Æðislegt Sóla mín, gott að fá smá hita í kroppinn, hérna er bara snjór og frost.
knús
Ásdís