Thursday, January 11, 2007

zzzzzzzzzz

Vá svaf til kl. 12 í dag. Maley sagði við mig þegar hann var að fara sofðu bara það er svo vont veður úti... og ég tók hann bara á orðinu. Svaf og svaf og svaf. jeminn hvað það er gott stundum.
fór svo loksins út úr húsi eftir kjarngóðan hafragraut með eplum og kaffibolla og það var svona smá vindur jú en fínt bara.

og ég gæti alveg bara sofnað aftur. ég held ég leggist í hýði einu sinni á ári í svona mánuð og hef ekki gert það núna soldið lengi.

fór í ræktina í gær í virtual spinning tíma... bjóst bara við svona venjulegum spinning tíma en þá er skjár fyrir framan mann, enginn kennari heldur bara tölvukona og þú sérð hvert þú hjólar í gerviheiminum á skjánum.. upp hæðir, framhjá kastala og gegnum borgina og svona... spes... veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta en var samt alveg gaman að prófa sko. Er að borða ljúffenga súpu.

fór og sá apocalypto í gær... mjög góð fannst mér. og kláraði aðra bók eftir margret atwood cats eye og ætla núna að byrja á nelson mandela long walk to freedom. Hún er soldið löng enda heitir hún long walk en ég skal fjalla um hana seinna.

já ég held það bara janúar kúra kerti hafragrautur súpa bíó kaffi og svo má stundum kaupa sér kjóla á útsölu.

og hér kemur líka hrefnupistill dagsins, mig dreymdi að hún og geir væru skilin og ég vissi samt ekki af hverju en Hrefna var svo lukkulega ánægð með þetta var að fara að breyta öllu í lífinu sínu og var já bara svona hress með þetta allt saman. Ég var alltaf að reyna að ná henni í einrúmi til að spyrja hvað hefði gerst en hún var svo upptekinn.. með nýja lífið að hún hafði engan tíma til að tala. Og ég var svo glöð þegar ég loksins vaknaði og fattaði að þetta var bara draumur. ég bar get ekki hugsað mér ykkur ekki saman..

xx sol

4 comments:

Hrefna said...

kósý dagur hjá þér, hér er líka ömó veður. Tók strætó í morgun þegar ég fór með Örnu á vöggustofuna því ég nennti ekki að labba 1 km. Glötuð. Skrýtinn draumur....ég ætla samt aldrei að skilja við Geir. Hann sleppur ekki frá mér elsku kallinn minn. knús sóla mín þú ert æði

Rúna said...

hæ - algjör snjómanía hér á Íslandi. Gat samt dobblað sverri með mér að skoða nýjan bíl og þar með er hálfur björninn unninn:o) Kominn tími á nýjan bíl á meðan við fáum eitthvað fyrir okkar, vorum að spá í ford fiesta eða ford c-max en núna erum við að spá í citroen Xsara Picasso (hre eða harps - hvernig var citoeninn ykkar í gamladaga? góður ekki satt... fyrir utan þegar það kviknaði í honum)

Elsku sól sakna þín mega mikið, vildi að þú værir hjá mér svo við gætum fengið okkur kaffi saman og skoðað kjóla, ef þú flytur heim núna skal ég gefa þér kjól ... ekki á útsölu:o) hehe

jæja, gott að þú bloggaðir, var farin að bíða,
xx rúna brúna

p.s. lét inn nöfnin á bílunum svo þú getir kíkt á www.brimborg.is og skoðað þá og sagt mér hvað þér finnst (mundu að við erum með hund í skottinu og kríli í baksætinu)

Hrefna said...

Ég var náttúrulega ekki farin að keyra þegar við áttum Citroenanan. Þeir voru sko nokkrir. Pabbi var voða ánægður með þá og vildi alltaf aftur Citroen en mamma var ekkert brjálæðislega ánægð. Best var samt að það var hægt að hækka þá ef maður þurfti að fara yfir skafla. Það eru náttúrulega ár og dagar síðan, veit ekki hvort ný kynslóð Citroena búi yfir þessum fídus. Hugsa að pabbi þinn hefði nú orðið sáttari við að þú fengir þér Ford. Er hann ekki annars amerískur?
Hrefna

Rúna said...

jú, held við fáum okkur fordinn - hann er víst betri. Mér var ráðlagt að fá mér ekki citroen... erfitt þegar maður kann ekki neitt um bíla.
xx Rúna brúna