Thursday, January 4, 2007

Gleðilegt ar og takk fyrir gomlu

Jah svona var það þá.

Góð áramót, Kampavín og lamb.
Fórum svo á fótboltaleik á nýársdag og ég fékk mér bjór og franskar í hálfleik. Tramway Rovers gegn einhverju liði sem ég man ekki hvað heitir en við unnum 2.1.

horfði á Desperate Housewifes í gær. Tvöfaldur þáttur. Þær eru svo skemmtilegar og þægilegt að horfa á. Stór skál af poppkorni og vínber og pínulítið af Haagendas ís, praline og cream. Það er án efa besti ísinn í heimi.

Fékk jólakort frá Orra Páli sem gladdi mig svo mikið.

Takk fyrir það.

sólin skín og skýin þjóta yfir. Og ég er að þjóta í bókabúðina mína.

xx

5 comments:

Anonymous said...

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár...vonandi hefuru haft það gott í Loverspool...knús

Rúna said...

Hæ sæta! Hljómar mjög huggulega, var í endajaxlatöku svo að ég væri meira en til í ís, popp og eitthvað gott, ekki bara ab-mjólk:o(

xx Rúna

Anonymous said...

Hæ sæta aftur - erum öll á bakkavörinni!

vorum að borða afganga (ekki færeyska þýðingin þó!) elskum þig öll!

xx Mamma, Erna systir, Ransý systir, Rúna systir

Arna B. said...

Gleðilegt ár sætasta.

Anonymous said...

Good words.