Thursday, March 1, 2007

jammmog jæja

Já komin aftur og það er bara fínt. Maður fær svo mikla orku af að vera heima.. nú finnst mér ég bara geta gert allt í heiminum, kannski af því að ég var bara að slappa af í tíu daga og svona dúllast heima. Það er eins og dagarnir séu lengri á Íslandi en í Liverpool... og það er kannski af því ég vaki lengur á kvöldin heima á Íslandi. Var einmitt til klukkan fjögur um nóttina að hanga með mömmu og horfa á Óskarinn. Svo fínir kjólar!!! ha!! Svo gasalega lekkerar píur þessar ammerísku leikkonur. Gaman að þessu.

Maley var rosa glaður að sjá mig..búinn að kaupa í matinn og gera allt fínt.... en ég svona þurfti að hafa soldið fyrir honum... hann þurfti sotla athygli...ég held hann hafi saknað mín soldið. Svo er hann bara farinn til London að hitta leikara og leikkonur fyrir verk sem hann er að setja upp nú í vor.. skil nú ekkert hvað hann þarf að fara alla leið þangað þegar hann er með fullkomlega frábæra leikkonu beint fyrir framan hann allan liðlangan daginn hér í Liverpoooooollllll!!!! Verst hvað írski Cork hreimurinn minn fer mikið út í Indverskan hreim. Endar alltaf þar. Minnir mig á það...rúna verði ykkur bara að góðu með indverska matinn um daginn!! Maður býður sjálfum sér í mat og er svo bara sendur út á austurlandahraðlestina með rúllur í hárinu(já ég var sko með rúllur í hárinu!!) og þarf líka að borga. Haldiðaða sé!! En hann kemur aftur á morgun.

En mikið var samt huggulegt að koma heim og ég vildi ég gæti það bara um hverja helgi. Helgi.

Svo hitti ég hann Hannes (vinur minn í 3ja sæti í íslensku eurovision sko!!) og við fengum okkur kaffi á Leifsstöð og ég keypti mér svona baugafelara og gloss. Hitti líka hann Kjartan sem er að læra í Liverpool og við ætlum í bjór einhverntíma og ætlum að halda íslendingaeurovisionparty hér í Liverpool. Malena og Pétur eru að koma á leik um helgina þannig já það er bara allt að gerast hérna...
Keypti mér 2 kjóla í second hand búð áðan massa flottir og 17 pund, practically given.
over and out.

4 comments:

AnnaKatrin said...

velkomin heim.
Takk fyrir síðast, það var svo gaman að sjá þig.
Hefði líka viljað sjá þig með rúllurnar. Léstu slæðu yfir?

ást og friður.
ak

Rúna said...

ah - þú ert svo fyndin!
... kannski ég fái mér "makkíntos" og byrji á því að borða nammið og set svo penge í og safna fyrir aukafari fyrir þig til íslands - you like, me like.

xx Rúna

Anonymous said...

Hæ hnoss, það var yndislegt að hitta þig heima, þú hefur svo góða nærveru elskan mín. Knús.
Ég er búin að setja smá ferðasögu og myndir inn á síðuna hennar Kristínar ;)
xx
Ágústa

Hrefna said...

Hæ sæta mín, fór aftur að lesa þessa færslu hjá þér og var eitthvað leið yfir því hvað það er langt siðan þú skrifaðir, kíkti svo á kommentin og fattaði af hverju þú hefur lítið skrifað!! Þú varst pottþétt að bíða eftir að ég kommentaði, er það ekki? Mig minnti að ég hefði verið búin að því, en greinilega ekki. Glötuð vinkona.
Það var æði að hitta þig á Íslandi, fyndið að hreimurinn fari alltaf út í Indverskan hreim...get einhvern veginn alveg ímyndað mér að það geti gerst.
hafðu það gott elsku Sólarljós, ég veit ekki einu sinni hvenær ég hitti þig næst. Vonandi í sumar
Knús og kossar
Hrefna