Monday, March 26, 2007

sumarvinna sumir vinna meira en sumir

tíu ára Menntaskóla reuninon í byrjun júní... og ég er enn að ákveða hvað ég á að verða þegar ég verð stór. Kíkti inn á heimasíðu kb banka í dag og var að spá í að sækja um sumarstarf.. bankinn heitir samt Kaupthing núna. Rúna er sko að fara að vinna þar í sumar og stóra systir var bara að kíkja á aðstæður. Soldið gaman af því ég gat skoðað myndir af öllum eða flestum sem vinna þar... og ímyndaði mér hvernig væri að vera bankastarfsmaður... hitti svo Hlyn vin á msn og hann fann miklu skemmtilegri sumarvinnu sem hann er að kanna núna...

Maley fór í dag til glasgow og verður næstu 3 vikurnar... en við eða hann á í vandræðum stundum með svefn á mánudögum og vaknaði hress kl. 6 í morgun sem var í alvöru 5 af því að klukkurnar fóru áfram um 1 tíma í gær. skilst þetta? núna erum við sem sagt klukkutíma á undan. Og þar sem hann vaknaði og ég heyri alltaf klingið í skeiðinni þegar hann borðar hafragraut þá vaknaði ég líka... rosa hress og við skelltum okkur bara í ræktina. Hann í sína og ég í mína... við erum sko ekki saman í leikfimi, þannig að ég er rosa þreytt núna. Og ætla að drífa mig heim í hljóðlega íbúð, fá mér góðan mat og fara snemma að sofa.

Dreyma eitthvað skemmtilegt. Eins og um daginn dreymdi mig að ég væri að fljúga í loftbelg, en ég hélt mér bara, það var engin karfa. já sem sagt soldið þreytt týpa núna...

over n out

2 comments:

Rúna said...

En gaman að þú bloggir svona ört! Hvaða sumarvinna er þetta sem Hlynur er að skoða? og... verðið þið heima hér í allt sumar?

xx Rúna

Hrefna said...

haha, þekki þetta með klingið í skeiðinni. Arna vaknar voða oft við að Geir er að borða morgunmatinn og ef hún er uppí hjá okkur þá held ég fyrir eyrun á henni á meðan hann borðar. Í von um að hún sofi aðeins lengur sko...þá get ég líka sofið aðeins lengur.