Saturday, March 17, 2007

buin að vera rosa löt að skrifa

Já ég var svo mikið að bíða eftir þér hre.

Malena og pétur komu sem sagt um daginn til að halda upp á afmæli Jökuls Orra sko..!! Rosa gaman að sjá þau. Svo skemmtileg hjón. En ég náttúrulega gleymdi myndavélinni þannig að engar myndir....

Annars er ég bara búin að vera að vinna og stússast, búið að vera svo gott veður að ég var meira að segja ekki í neinum sokkum um daginn.. svona summer stemmning.
Sem sagt ST. Patreksdagur í dag... skrúðganga... allir í bænum eru með stóra græna hatta og guinnes og fullir unglinar út um allt. Sjarmerandi as ever þessi borg. Áfram írland. Ég held ég haldi mig innandyra í kvöld.

Var að kíkja á flug fyrir mömmsu ef hún kemur í heimsókn bráðum en flugleiðir eru eitthvað að setja verðið upp. Hmm.

Maley er að fara að æfa þetta leikrit sem sagt og verður í Glasgow í 3 vikur. Þannig að ég fór nú bara að kíkja á íbúðir til sölu í Glasgow. kannski ég splæsi bara í eina og komi honum á óvart. Hann er bara heima núna að hlusta á fótboltann og marinera kjúkling. ég gaf honum ítalska uppskriftarbók í jólagjöf og hann eldar úr henni um hverja helgi. soldið sniðugt.

Var um daginn að sörfa á netinu og kíkti á allar síður hjá vinkonum mínum... hinar barnmörgu vinkonur mínar... þvílík frjósemi í gangi. Fór að sjá tvær sýningar í vikunni...en var ekkert allt of hrifin.

Enn streyma fjögra laufa álfarnir inn. Fullir unglingar ussuusuuusususs... þegar ég var unglingur byrjaði ég ekki að drekka fyrr en um 15... smyglaði inn rússnesku vodka frá þýskalandi þar sem ég hafði verið að vinna í bakaríi og drakk það heima hjá Ingu í partýi. massa hress.

sumar vinkonur mínar byrjuðu að drekka aðeins fyrr... fóru í bíó með sítrónu og tequila og filmuglös til að nota sem staup. Vantaði svo eitthvað til að skera sítrónuna og fóru í afgreiðsluna og báðu um skæri!!??? til að klippa sítrónuna...sjálfsbjargarviðleitning í lagi hjá þeim sko.. svaka dannaðar... gengur ekkert að vera unglingur á fyrsta fylliríinu og ekki hafa sítrónu með tequilanu sem var stolið frá foreldrunum... nei. Og svo voru þær með salt í poka líka.
Svo smart vinkonur mínar... eins og næstum tveggja barna mæður í dag. Sem sagt byrjuðu á undan mér að drekka og eignast börn.. ég held ég sé svona late bloomer.

En skemmtilegastar í heimi samt.

verð duglegri núna
xx
sol

6 comments:

Agusta said...

Hahahaha þú ert líka skemmtilegust :) Og Hrefna líka auðvitað, ég var einmitt að hugsa um ykkur í gær þegar ég fann djúsí fílapensil hehehe (vona að það lesi ekki margir bloggið þitt Sólveig haha).
Sakna ykkar og væri alveg til í að hitta ykkur og kjafta. Gerum það bara í anda, eða á msn kannski? Hvernig væri að skedula svona msn-meeting ha?
Hei og já, ég frétti að 10 ára stúdentsreunionið ætti að vera 1.júní! Verðið þið ekki á landinu þá ?

Rúna said...

Gott að lesa þig Sól, var að koma heim frá Ernu og Fribba - rosa góð pizza (eins og alltaf) fórum í bæinn í dag á lagersölu Tekk og Erna hringdi í Friðþjóf til að koma og skoða sófaborð sem hún var búin að kaupa og hann brunar upp í Skipasund og þegar hann var kominn fengu Erna og mamma (p.s. mamma búin að prútta borðið niður auðvitað)að vita að það væri búið að selja borðið fyrir hálftíma!! Klassískt... Friðþjófur rétt stiginn inn þetta yndi, búinn að keyra alla leiðina til einskis. Ákváðum þá að fara í Öndvegi en þá var akkúrat lokað á okkur og drifum við okkur heim til mömmsu sætu í kaffi og keyptum bakkelsi í Hagkaupum fyrst... en þá var GI orðinn veikur og ældi á Hagkaup:o)
- alltaf sama fjörið hjá okkur, heheh

xx Rúna

Anonymous said...

Vá æði að heyra í þér. Sammála Ágústu , vonandi lesa ekki ekki alltof margir bloggið, he he. Alltaf gaman að fara smá "trip down memory lane".
Æ ég geri ekki ráð fyrir að komast í stúdentaafmælið, við verðum væntanlega bara hér í KBH að venjast því að vera vísitölufjölskylda.
Hrelli

Hrefna said...

Gleymdir alveg að telja upp hvenær hver missti meydóminn ha!!!

Hrefna said...

Smá djók...bara að bomba inn kommentum og þá gerist eitthvað á þessari síðu. Finnst stundum eins og þetta sé gert fyrir mig.

Anonymous said...

Takk fyrir smsið í dag Sólveig mín, var svo glöð að fá kveðjuna þína.

Og koma svo stelpa! Bombaðu inn á bloggið fleiri unglingasögum af Nesinu! Múvahahaha...