Tuesday, April 24, 2007

dadaraddada

Takk fyrir fallegar sumarkveðjur kæru vinir. Og gleðilegt sumar sömuleiðis. Ég er bara hress grasekkja orðin aftur og þá er ágætt að vera dugleg að vinna. Bítlaborgin alltaf jafn sjarmerandi eða hitt þó... nei æ jú maður má alveg kvarta stundum. Og stundum held ég að flest allir sem eru búa hérna séu bara hálfskrítnir... þið vitið svona Little Britain týpur! Say no more.

Gott að mamma kemur um helgina með strákana Bessa Gaut og Tómas.. segir sagan að hann Bessi Gautur frændi minn sé kominn með troðfulla tösku af peningum!! Alveg að springa af peningum. gott mál það, enda kann hann að segja sögur sá strákur. Alligevel. Og það verður nú skemmtilegt að reyna að sýna þeim góðu hliðarnar á borginni svo hún móðir mín pakki mér ekki niður í ferðatösku og selflytji mig heim. já seisei andskotinn hafi það.
Maley er sem sagt farinn til Cork á Írlandi og er bara að drekka Guinness og horfa á endurnar .. og vinna líka.
Fékk símtal í dag um að ég hefði fengið voiceover vinnu... megabucks... þá verður sko taskan mín líka troðfull af peningum sko!!! þangað til Landsbankinn fær yfirdráttinn sinn til baka sko... en þeir vilja fá mig til London á mánudag.. þegar mamma er í heimsókn....typiskt ekki satt!!

En þetta er nú ekki leiðilegt vandamál svosem... bara gott vandamál og því verður það leyst vel... ja´ja´..

ástarkveðjur til Hrefnu sem fer að fara að koma litlu kríli..nr. 2 í heiminn í vikunni.

over and out.

6 comments:

AnnaKatrin said...

Ýkt gaman að heyra í þér mín kæra.
Takk fyrir spjallið.
Gleðistrumpar með gleðistrauma til þín.
ak

Rúna said...

Til hamingju með "the job" mega spennó! oh -gaman gaman, þau orðin rosa spennt að koma til þín og bessi og tómas spurðu mig(í sitt hvor lagi) hvað ég vildi að þeir keyptu fyrir mig, ég sagði að ég vildi ekki neitt en þá fékk ég svarið: "jú, þú færð samt eitthvað" -gullin.

xx Rúna

Agusta said...

Til hamingju með raddvinnuna!
Ég er byrjuð að pakka í kassa, heldurðu að það sé skipulag hjá manni :) Hlakka til að sýna þér nýja heimilið í sumar.
Heyrumst fljótlega.
xx

Hrefna said...

Ég vona að þú hafir það gott með mömmu og strákakrúttunum. M&P eru hér núna, eru svo að fara til Grikklands á mánudaginn. Ég ætlaði að vera svo sniðug að fæða á meðan en ekkert gerist :-(

Unknown said...

Hæ Sólveig mín og já, gleðilegt sumarið! Ég er alltaf á leiðinni að senda þér eith.sketsarí en...hef eytt svona svolitlum tíma upp í hesthúsi og svo flutningar og vinna og blablabla...en er búin að finna aðra íbúð í Vesturbænum og flyt þangað i júní. En mín kæra, hvernig voiceover ertu að vinna- til hamingju með þetta:) Heyrumst fljótt.xxx mek.

Nikki Badlove said...

...gleðin hjá þér og gleðin hjá mér...megi hún umlykja alla....aní hú...vantar rosalegað heyra í þér sem fyrst....varðandi bleple....fer af landi brott á föstudaginn...4.maí....þannig að plís call me...eða skrifabara...naglinn@yahoo.com...tjá bella...