Sunday, April 1, 2007

vorið er komið

Já vorið er sko komið hér held ég bara. Yndislegur dagur, vaknaði um 10.. lúrði svo aðeins lengur og las smá í The long walk to freedom.. já já ennþá að lesa hana.. hún er mjög löng. .. sofnaði og vaknaði og las meira... skellti mér svo í skokkarafötin og hljóp niður að ánni í sólskininu. Keypti svo Sunday Times og fór heim og las blaðið. Þá hringdi Candice sem á deli búðina í mig og þau voru að fara að hitta vini sína í lunch og ég fór með þeim. Við fórum á kínverskan stað við ána og ég borðaði á mig gat. Rosa góður matur og skemmtilegur félagsskapur. Fékk smá samviskubit því ég vissi af Maley í Glasgow.. hann týndi veskinu sínu á föstudagskvöldið og er gjörsamlega auralaus og matarlaus, hafði ekki efni á að kaupa sér dagblað.. og ég hress nýbúin að fá útborgað að gúffa í mig..

Fór líka í dag að kaupa mér andlitskrem... ég er nefnilega að fara í myndatöku á miðvikudag, svona leikaramynda myndatöku því það eru alveg 6 ár síðan ég tók hinar.. og heimildamenn segja mér að ég hafi aðeins breyst, elst og svona.. sem er allt í lagi.
Þannig að ég féll fyrir kremi sem heitir DNAge... Nivea hrukkukrem basically... æ ég veit ekki. En ég er svona soldið búin að vera að spá í aldur af því ég er nú að verða þrítug, alls ekki á neikvæðan hátt, bara svona að spá... og svo fattaði ég að eftir 30 ár, verð ég sextíu ára. Og þá getur maður vonandi bara slappað af og lært golf og svona, en það er svo langur tími þangað til.. alveg jafn langur og allt lífið mitt hingað til.. og maður er nú búin að gera svo sem ýmislegt á þessum þrjátíu árum, búin að vera í sex ára bekk, missa tennur, fara til Flórída með fjölskyldunni, búa í Frakklandi, Englandi og vinna í þýsku bakaríi eitt sumar, vera skotin í Halla Bergman í nokkur ár þangað til hann kom frá Svíþjóð með lokk, læra á fiðlu og pínó, vinna Íslandsmeistaratitilinn í trompfimleikum á gólfi með 9.35.. yes thank you very muchþþ, lært að synda og hjóla, eignast fullt af frændsystkinum, verða skotin í strákum, sofa hjá og gráta í fiskipallbílnum hans pabba þegar Þórlindur hætti með mér og pabbi tók í nefið og spurði hvort ég vildi ekki koma í ísbíltúr, læra leiklist og tala inn á fullt af teiknimyndum, fara á vodka og perubrjóstskykursfyllerí með Malenu og Siggu í tjaldi í Borgarfirði, klifra upp á Rjúpnafell í Þórsmörk, Esjuna og Glym, finna mann sem ég elska og sem býr til góðan mat, og ja svo er ég farin að blogga ... þannig að með nýja DNAge þá verð ég bara alveg eins og í dag eftir 30 ár bara búin að gera fullt í viðbót.

9 comments:

Anonymous said...

Jamm, fann fyrsta gráa hárið í vikunni sem leið. Í einmitt sömu viku og drengurinn varð tveggja ára. It´s all going down hill from here

AnnaKatrin said...

alright. góður listi. nokkur tonn af ást og friði til þín. ak

Rúna said...

ég varð bara meyr elsku Sólveig! oh, þú ert svo yndisleg, luv Rúna

Hrefna said...

Yndislegur pistill Sólan mín. Já það er bara gott að eldast...ég meina maður kaupir bara krem og ....voila!!

Anonymous said...

Flott síðan kæra sys..xx rúna

Hrefna said...

Ertu að bíða eftir öðru kommenti frá mér?
Hvar ertu núna...komin til Glasgow? Æ mig langar svo að fá meira blogg frá þér...það er skemmtilegast. Ætla samt ekki að þrýsta neitt á þig...þú verður bara að gera þetta á þínu tempói. Ertu annars búin að sjá hvað ég er búin að vera geðveikt öflug í uppfærslum á Örnu síðu undanfarið. Alveg til fyrirmyndar.....

solveig said...

já ég skal vera dugleg núna
xx

Agusta said...

Kannski er hún bara að bíða eftir kommenti frá mér í þetta skiptið Hre :)
Komment! Ok Sólveig þér er óhætt að blogga meira núna :)
xxx

Anonymous said...

Hæ Sólveig mín, ég var að reyna að hringja í þig en það kemur alltaf kona sem segir "the mobile phone is switched off".
Langar svo að heyra í þér.
xx