Sunday, April 15, 2007

bongo

já það er sko bara bongóblíða hérna í bítlaborginni og allir fullir alltaf... búin að vera fyllibyttuhelgi... ekki ég sko heldur öll borgin bara.
Veðreiðahelgin mikla í Aintree og allar konur labba um bæinn með hatta og fjaðrir í þvílíkum kjólum og eru bara berfættar um kl. 5 því hælarnir eru að drepa þær. Ég veðjaði á hest sem heitir slim pickings og hann lenti í 3ja sæti... svo ég vann ekkert.. var samt rosa æst að horfa á keppnina... ég held að ég gæti alveg orðið forfallin gambler... mér finnst þetta rosa gaman..


Bara búin að vera að vinna og hafa það fínt. Maley loksins kominn aftur en er samt að vinna svo mikið að hann er hálfruglaður. Skrítið þegar maður dettur svona inn í sýningu og er bara í öðrum heimi. Hann týndi veskinu sínu þarna um daginn og ákvað núna í morgun að fara að kaupa nýtt.. en fann ekkert almennilegt í tkmax búðinni okkar góðu... var kominn með svona konubuddu og ætlaði að fara að kaupa hana... gat nú bent honum á að þetta væri soldið kelló.. þá keypti hann sér gleraugu! bara venjuleg gleraugu með gleri í.. hann hélt nefnilega að þetta væru sólgleraugu af því þetta var í sólglerugarekkannum.. hélt þetta væru svona tommy hilfiger ( hann er nefnilega soldill merkjakall) sólgleraugu sem væru bara rosa kúl sólgleraugu með einhverju nýju trendí gleri sem lítur út eins og venjulegt gler..... góð saga... hahaha vá hvað þetta var leiðileg saga að skrifa.. þetta var sko miklu fyndara í morgun þegar við vorum að rölta tvö um bæinn og hlæja... æ æ æ hvað ég er fyndin.. ein voða glöð að vera búin að fá kæró aftur hahhah bloggandi einhverjar væmnar kærósögur. Glötuð týpa.

allavega, skráði mig í mastersnámið og ætla að sjá til hvert lífið leiðir mig. gústala brown ég er líka rosa mikið búin að vera að hugsa til þín og síminn minn er 00 44 7942242244 þetta er sko nýji síminn minn af því ég týndi bleika símanum mínum.. týndi líka bleiku húfunni minni sem var svo falleg, þarna tit head húfan mín... ég verð svo leið þegar ég týni hlutum.

já og glasgow var bara æði..æðisleg borg allir rosa hip og cool og skemmtilegir barir og búðir og kaffihús og bara æði. Hitti siggu og unnustann og það var æði og ég var æði og allt var æði og ég vil búa þar. Og hreimurinn æði... Skotland er bara rosalega fínn staður finnst mér. Allavega út í sólina núna.

xx
sol

4 comments:

Rúna said...

hæ sæta! gott að "lesa þig" - fékk póstinn og skutlast upp í MR á morgun. Vildi að það væri stundum hlýtt hérna, fór t.d. út í morgun með EA og þá var sól (ég samt Íslendingur og klæði hann í pollaföt)..og sem betur fer því svo kom hagl og svo sól og svo hagl aftur... gott að því leyti að hann rann ógó hratt í rennibrautinni því hún var svo blaut:o)
Vildi óska að Maley hefði keypt konutöskuna - svona "mansbag"

xx Rúna

p.s. nokkrir dagar í að hersingin komi til þín! þau öll rosa spennt.

Arna B. said...

hæhæ, sæta. Gaman að heyra fréttir frá þér. Gott að þú ert búin að fá kæró aftur. Í hvaða mastersnám ertu að fara?
Kv.
A.

Sigga Björg said...

þú ert líka æði....mastersnám....? En Sólveig þú ert svo flott leikkona.
xx
S

solveig said...

haha já svona mastersnám í alþjóðasamskiptum... er að vinna í skráningunni... gott að skrá sig og sjá svo til.. er það ekki bara?