Friday, December 29, 2006

nu arið er alveg að verða liðið...


Og það er bara gott held ég. Búið að vera ágætt ár í marga staði, mjög gott í suma staði og svona lala annars staðar og ég hlakka bara til að fá nýtt ár.

Jólagjafir:
nærföt, mjög falleg frá systrunum, Úr frá kæró og ég ætla að kaupa mér ofsalega fallega eyrnalokka frá mömmu núna á laugardaginn.

Mér finnst samt ekki eins og nýtt ár sé að koma. Finnst ég ekki alveg svonaí áramótastemmningunni. Af því það eru flugeldar hér kl. 5!!! um daginn!!! Ímyndiið ykkur. Það er vegna þess að scally fólkið hérna er svo ruglað að það er ekki hægt að hafa börn úti eftir kl. 18.00 held ég.

þannig hér er bara mynd af mér á gamlárskvöld í fyrra. massahress við Hallgrímskirkju í brjáluðum flugeldum. Áfram Ísland.

Næstu áramót verða heima. Jól eru fín hér, en áramót...ja við sjáum til.

samt spennandi að sjá hvað nýtt ár kemur með. góð byrjun. Gleðilega byrjun.

xx

6 comments:

Hrefna said...

Hæ hnossgat, vonandi verða þetta góð áramót í lovely liverpool. Takk fyrir öll gömlu góðu sæta. Var að muna eftir einu fyndnu áðan, ég sagði við Geir að eitthvað lag í útvarpinu væri skemmtilegt og þá minntist ég þess að hafa fyrir mörgum mörgum árum sagt við þig að eitthvað lag væri skemmtilegt og þá sagðir þú: "segir þú að lag sé skemmtilegt?" og ég náttúrulega "já" og þá segir þú: "ég segi að mér finnist lag vera FLOTT". Þá var ég greinilega eitthvað lengi að þroskast en ekki þú....

Anonymous said...

Hahahahaha...
Manstu líka þegar hún sagði "ég þarf að bera þetta undir hana móður mína" :-)
Knús og kossar og gleðileg áramót !
Ágústa

Rúna said...

Hæ sæta! En glatað að sprengja svona snemma... ert sem sagt að fara að sprengja eftir klukkutíma og korter:o) - þá verðum við bara í sturtu að undirbúa kvöldið. Erum búin að baka tíramísú, Hrefnuköku og rjómakókosjarðaberjamarensmauk svo að eitthvað á að vera til fyrir alla í desert! Heyri í þér á eftir elsku Sólveig mín, p.s. Adda spáði fyrir mér í gær - segi þér betur frá því seinna.

elska þig,
EA og Sverrir biðja að heilsa

xx

Anonymous said...

Gott að heyra í þér í gær mín kæra. Farðu vel með þig í Livlivliverpool. Verðum í bandi,
Maja

Anonymous said...

úúú nú er ég rosa spennt að heyra skúb um spádóm ;)
Ég þarf að skila vöggunni til mömmu ykkar og svarta óléttubolnum til þín Rúna, kannski við gætum hist með krílin á Bakkavörinni ?
Sólveig kemur þú eitthvað heim á næstunni ?
Gleðilegt ár !
Kveðja
Ágústa

Anonymous said...

Kæra vinkona,

Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu!!

Þú átt nú heima 1 stykki jólakort, verð að senda þér það. Það verður bara svona nýárskort.

bið að heilsa
kv
Malena